Innlent

Engin stjórn á umferð um friðland

Náttúru- og fuglalíf er í hnignun í Dyrhólaey. Verndaráætlun býður lausnir við vandamálunum.
Náttúru- og fuglalíf er í hnignun í Dyrhólaey. Verndaráætlun býður lausnir við vandamálunum.
Ráðgjafarnefnd um Dyrhólaey og Umhverfisstofnun hefur nú aðalumsjón með vinnu að verndaráætlun fyrir friðlandið umhverfis Dyrhólaey og er sú vinna komin í ábendinga- og athugasemdaferli. Lögð er áhersla á að ferlið sé opið og gagnsætt.

Áætlað er að vinnu við verndaráætlunina ljúki í mánuðinum og er ráðgert að niðurstöðurnar verði kynntar 1. maí næstkomandi.

Dyrhólaey og nánasta umhverfi var friðlýst árið 1978 vegna mikillar náttúrufegurðar og fuglalífs, sem Umhverfisstofa telur vera í hnignun.

Friðlýst svæði voru flokkuð eftir ástandi árið 2010 og var Dyrhólaey sett í rauðan flokk með þeim svæðum sem Umhverfisstofnun telur að séu undir miklu álagi og bregðast verði við strax. Svæðið er fjölsótt af ferðamönnum en þar er sama sem engin stýring umferðar um friðlandið. Þá hefur ekki verið sátt um stjórnun svæðisins. Í rauða flokknum eru ásamt Dyrhólaey margir vinsælir ferðamannastaðir, svo sem Hveravellir, Gullfoss og Geysir.

- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×