Fótbolti

Solbakken rekinn frá Köln | 26 þjálfarar á 25 árum

Ståle Solbakken var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari þýska fótboltaliðsins Köln.
Ståle Solbakken var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari þýska fótboltaliðsins Köln. Getty Images / Nordic Photos
Ståle Solbakken var í gær rekinn úr starfi sínu sem þjálfari þýska fótboltaliðsins Köln en hinn 44 ára gamli Norðmaður tók við liðinu s.l. sumar. Solbakken náði frábærum árangri sem þjálfari danska liðsins FC Köbenhavn en forráðamenn Kölnar voru ekki sáttir við árangur liðsins á tímabilinu.

Köln er í bullandi fallbaráttu og það hefur ekki verið mikið starfsöryggi hjá liðinu enda hafa 26 þjálfarar komið við sögu hjá liðinu á undanförnum 25 árum. Solbakken er sá tíundi hjá félaginu á s.l. tíu árum.

Köln hefur aðeins fengið 1 stig úr síðustu fimm leikjum og mælirinn var fullur hjá forráðamönnum liðsins eftir 4-0 tap liðsins á heimavelli gegn Mainz. Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn gegn erkifjendunum Borussia Mönchengladbach.

Solbakken hefur ekki átt góða daga hjá Köln á undanförnum vikum og hafa öryggisverðir fylgt honum dag og nótt. Norðmaðurinn hefur fengið ýmsar hótanir frá stuðningsmönnum liðsins.

Köln er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 29 stig en Hertha Berlín er þar fyrir neðan með 27 stig og á botninum er Kaiserslautern með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×