Enski boltinn

Cruyff orðaður við starf Comolli hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Er Johan Cruyff á leiðinni til Liverpool.
Er Johan Cruyff á leiðinni til Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Hollendingurinn John Cruyff er einn þeirra sem er á óskalista eigenda Liverpool í stöðu yfirmanns knattspyrnmála hjá félaginu eftir að Damien Comolli var látinn fara í gær.

Þetta kom fram á fréttavef BBC í gærkvöldi en John Henry, eigandi Liverpool, hefur í hyggju að breyta innra skipulagi félagsins. Hann vill fá stórt nafn til félagsins nú til að vera Kenny Dalglish innan handar auk þess að hafa yfirumsjón með leikmannakaupum og njósnum.

Cruyff hefur starfað í forystu Ajax í Hollandi en hætti því nýlega. Hann var áður hjá Chivas í Mexíkó en þjálfaði á árum árum lið Barcelona. Hann telst vera einn besti knattspyrnumaður allra tíma og vann til að mynda þrjá Evrópumeistaratitla með Ajax.

Aðrir eru þó einnig orðaðir við starfið. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Bayern München, hefur gefið til kynna að hann hafi áhuga á starfinu.

Í frétt BBC kemur fram að ákvörðun forráðamanna Liverpool að segja Comolli upp störfum hafi komið honum í opna skjöldu. Eigendurnir hafa þó lýst yfir fullum stuðningi við knattspyrnustjórann Kenny Dalglish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×