Enski boltinn

Giggs: Höfum alltaf komið sterkir til baka eftir slæm úrslit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs leggur áherslu á mikilvægi þess að Manchester United liðið komi öflugt til baka eftir óvænt tap á móti Wigan í vikunni. Giggs heimtar sex stig út úr næstum tveimur leikjum liðsins sem verða á móti Aston Villa og Everton á heimavelli.

„Við höfum spilað illa við og við á tímabilinu en við höfum alltaf komið sterkir til baka eftir slæm úrslit," sagði Ryan Giggs. "Við þurfum ekki að láta þennan leik draga okkur niður en það hefur gerst nokkuð oft á þessu tímabili að við höfum ekki sýnt okkar rétta andlit," sagði Giggs.

„Það sem skiptir mestu máli er hvernig við komum inn í næsta leik. Það er mikilvægt að ná í sex stig út úr næstum tveimur leikjum. Við erum á heimavelli og ætlum að vinna báða leikina og setja pressu á City," sagði Giggs.

„Við verðum samt að hrósa Wigan því þeir settu mikla pressu á okkur í þessum leik og þá sérstaklega framan af leik. Við spiluðum ekki vel, náðum ekki okkar spili í gang og töpuðum boltanum alltof oft. Við héldum boltanum ekki eins vel og Manchester United gerir vanalega," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×