Enski boltinn

Aron Einar og félagar í Cardiff unnu sterkan útisigur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ricardo Vaz Te gerði þrennu fyrir West Ham í dag.
Ricardo Vaz Te gerði þrennu fyrir West Ham í dag. Mynd. / Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í ensku Championship-deildinni á Englandi í dag en meðal annars vann Cardiff flottan sigur, 1-0, gegn Barnsley á útivelli.

Aron Einar Gunnarsson lék stórann hluta leiksins í liði Cardiff en hann var tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Liam Lawrence skoraði eina mark leiksins og kom Cardiff í 68 stig í deildinni en liðið er í sjötta sætinu. Sæti 3-6 fara einmitt í umspil um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Portsmouth vann Doncaster 4-3 í miklum markaleik en gestirnir í Portsmouth skoruðu tvö mörk í uppbótaríma til að tryggja sér sigurinn.

West Ham rúllaði yfir Brigthon 6-0 en Ricardo Vaz Te gerði þrennu fyrir West Ham sem er í þriðja sæti deildarinnar. Reading er í efsta sæti deildarinnar með 85 stig, þremur stigum á undan Southamton.

Úrslit dagins:

Barnsley - Cardiff C. - 0 - 1

Birmingham C. - Bristol C. - 2-2

Burnley - Coventry C. - 1 - 1

Crystal Palace - Ipswich T. - 1 - 1

Derby County - Middlesbrough - 0 - 1

Doncaster R. - Portsmouth - 3 - 4

Leeds U. - Peterborough U. - 4 - 1

Millwall - Leicester C. - 2 - 1

Nottingham F. - Blackpool - 0 - 0

Watford -Hull C. - 1 - 1

West Ham U.- Brighton & Hove A. - 6 - 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×