Innlent

Hnúfubakur lék listir sínar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt víðast hvar hafi ekki verið mikil afþreying í boði í dag hefur Hvalalíf boðið upp á hvalaskoðunarferðir. Róbert Róbertsson náði við það tækifæri þessum mögnuðu myndum af hnúfubaki sem lék lystir sínar fyrir áhorfendur eins og hann væri í hringleikahúsi.

Fram kemur á Vísindavefnum að hnúfubakar eru skíðishvalir og éta þeir mest ljósátu, ýmsar árfætlur og smáa fiska, þar á meðal loðnu, síld, síli og makríl. Hnúfubakar þurfa að éta mikið til að viðhalda sér enda eru fullorðin dýr venjulega um 30 til 50 tonn að þyngd. Vísindamenn telja að á hverjum degi þurfi fullvaxnir hvalir að hesthúsa 2000 - 2500 kílóum af sviflægri fæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×