Innlent

Klapparstígur tekinn í gegn

Svæðið fær andlitslyftingu í sumar.
Svæðið fær andlitslyftingu í sumar.
Klapparstígur verður endurnýjaður frá grunni ofan Laugavegar að Skólavörðustíg í sumar. Útlit götunnar að loknum framkvæmdum verður svipað og er á Skólavörðustíg. Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt lögnum sem komnar eru á tíma. Þá verður sett snjóbræðsla í götu og gangstéttir. Gönguleiðir verða breikkaðar og akbraut mjókkuð, auk þess sem hún verður upphækkuð á gatnamótum.

Meginþungi framkvæmda verður frá miðjum marsmánuði til loka júní. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×