Innlent

Hjallastefna til Vestmannaeyja

Margrét Pála Ólafsdóttir er upphafsmaður Hjallastefnunnar.
Margrét Pála Ólafsdóttir er upphafsmaður Hjallastefnunnar.
Hjallastefnan er á leið til Vestmannaeyja. Bætist þá ellefti skólinn við þá tíu leikskóla sem þegar eru reknir undir merkjum Hjallastefnunnar víða um land. Þetta var ljóst þegar bæjarráð Vestmannaeyja ákvað að taka tilboði Hjallastefnunnar í rekstur leikskólans Sóla. Tilboðið var það lægsta sem barst í útboði.

Gert er ráð fyrir því að samningurinn feli í sér að Hjallastefnan taki við Sóla 1. ágúst í sumar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×