Innlent

Nú þarf að bíða eftir hlákunni

Snjó sem rutt hefur verið af göngum og stígum hefur sums staðar verið hraukað upp og tekur nokkurt pláss.
Snjó sem rutt hefur verið af göngum og stígum hefur sums staðar verið hraukað upp og tekur nokkurt pláss. Fréttablaðið/Vilhelm
Mokað hefur verið burt snjóhraukum sem talið var að hætta stafaði af í Reykjavík. Hraukarnir hafa hlaðist upp í snjómokstri borgarinnar síðustu vikur.

„Við tókum nokkra en erum hættir,“ segir Guðni J. Hannesson, yfirverkstjóri hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. „Nú þarf bara að bíða eftir að þetta hláni.“

Guðni segir að fjarlægðir hafi verið hraukar sem talið var að gætu skapað hættu, svo sem þar sem skyggði á umferð. Hann segir nokkuð um að kvartað sé undan snjóhraukunum sem sums staðar taki pláss á bílastæðum og gangstígum. Hins vegar sé það ekki svo nú að börnum geti stafað hætta af því að leika sér í hraukunum. „Það er orðin svo hörð skel á þessu að þau geta ekki grafið sig inn í þá.“- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×