Fótbolti

Slæðubann FIFA eyðilagði ÓL-draum íranska kvennalandsliðsins

Múslimskar knattspyrnukonur fá ekki að spila með þessar slæður.
Múslimskar knattspyrnukonur fá ekki að spila með þessar slæður.
Mikil óánægja er með alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, í arabalöndunum enda telja menn þar að verið sé að hrekja kvenfólk frá knattspyrnuiðkun þar sem múslimskar konur fá ekki að spila með slæðu á hausnum.

Á meðan múslimskar konur fá að iðka ólympíuíþróttir eins og rúgbý og taekwondo með slæður hefur FIFA neitað að gefa sig.

Ólympíudraumur íranska kvennalandsliðsins dó til að mynda í fyrra þar sem FIFA leyfði þeim ekki að keppa með slæðurnar.

Liðið kom ósigrað inn á annað stig forkeppninnar en gaf svo alla leikina eftir að FIFA setti þeim stólinn fyrir dyrnar.

"Það er mikilvægt að öllum sé gert kleift að iðka þá íþrótt sem það elskar. FIFA er ekki að hjálpa til þar," sagði prins Ali Bin Al-Hussein frá Jórdaníu.

"Knattspyrna er vinsælasta íþrótt veraldar og það á að gera allt til þess að hjálpa fólki að iðka hana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×