Umspil um Evrópusæti er í fullum gangi í belgísku úrvalsdeildinni en Cercle Brugge, lið Arnars Þórs Viðarssonar, tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitum umspilskeppninnar.
Liðunum í 7.-14. sæti var skipt í tvo riðla eftir að hefðbundinni deildarkeppni lauk fyrr í vetur. Riðlakeppninni lauk svo í kvöld og varð Cercle Brugge í efsta sæti eftir 2-1 sigur á KV Mechelen. Arnar Þór spilaði allan leikinn að venju.
Bjarni Þór Viðarsson er á mála hjá Mechelen en hann hefur verið frá vegna meiðsla í langan tíma og tók ekki þátt í leiknum.
Cercle Brugge mætir Mons í úrslitarimmunni en leikið verður heima og að heiman 10. og 13. maí. Sigurvegari rimmunnar fær sæti í Evrópudeild UEFA á næstu leiktíð.
Leuven, lið Stefáns Gíslasonar, varð í öðru sæti riðilsins eftir 2-1 sigur á Lierse í kvöld. Stefán var ekki í leikmannahópi liðsins.
Í hinum riðlinum voru þrjú Íslendingalið. Zulte-Waregem varð í öðru sæti, Germinal Beerschot þriðja og Lokeren fjórða.
Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem varamaður í liði Zulte-Waregem sem gerði 2-2 jafntelfi við Lokeren. Alfreð Finnbogason er á mála hjá síðarnefnda liðinu en er nú í láni hjá Helsingborg í Svíþjóð.
Jón Guðni Fjóluson var ónotaður varamaður hjá Beerschot sem gerði 1-1 jafntefli við Mons.
Arnar og félagar enn í baráttunni um Evrópusæti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær
Íslenski boltinn

Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“
Enski boltinn

Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“
Enski boltinn


Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði
Íslenski boltinn

Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær
Enski boltinn



Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið
Enski boltinn

Isak utan vallar en þó í forgrunni
Enski boltinn