Fjórir af hverjum tíu föngum fengu aldrei heimsókn í fyrra 10. janúar 2012 08:30 Um 40 prósent fanga á Litla-Hrauni og Bitru fengu aldrei heimsóknir í fangelsið á síðasta ári. Þeim föngum hefur fjölgað frá árinu 2010, þegar hlutfallið var um 25 prósent. Verst yfir hátíðarnar, segir forstöðumaður. Hátt í helmingur fanga á Litla-Hrauni og Bitru fékk enga heimsókn frá ættingja eða vini á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá fangelsunum tveimur fengu einungis 583 fangar heimsóknir í fyrra af þeim 949 sem sátu inni, sem gerir tæplega 40 prósenta hlutfall. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir þá menn sem fá engar heimsóknir flesta vera búna að brenna allar brýr að baki sér og fjölskyldur þeirra hafi gefist upp. Hlutfallið fari í raun eftir því hvernig samsetning fanganna er, það er hversu lengi þeir hafa verið í neyslu og afbrotum og einnig hversu margir eru erlendis frá og eiga því ekki aðstandendur á landinu sem geti heimsótt þá. „Þetta er vissulega mjög stór hópur sem fær aldrei heimsókn," segir Margrét. „Miðað við tölurnar frá árinu 2010 var það um það bil fjórðungur sem fékk aldrei heimsókn. En á síðasta ári bættist Bitra við og því erum við komin með öðru vísi samsetningu af mönnum." Fyrir nokkru starfrækti Rauði krossinn heimsóknarþjónustu fyrir þá menn sem áttu enga að. Þeir gátu þá sótt um að fá eins konar heimsóknarvin til að koma og hitta sig í fangelsinu, en að sögn Margrétar lagðist sú þjónusta af. Þó hefur verið rætt um að undanförnu að setja saman annan hóp innan Rauða krossins og taka þjónustuna upp á ný. Margrét segir mikinn mun vera á líðan þeirra manna sem fá reglulega til sín fjölskyldu og vini í fangelsin og þeirra sem eru alltaf einir. „Þeir sem fá heimsóknir eru mun öruggari með sig. Það myndast mikið tómarúm hjá þeim sem fá engan til sín, þó að menn lýsi því yfir að þeim sé sama, þá er það ekki svo," segir hún. „Tíminn yfir hátíðarnar er erfiðastur. Þá leitar hugurinn meira heim." Fæstir þeirra fanga sem fá aldrei heimsóknir eiga börn, en þó segir Margrét að það komi fyrir. Umhverfið á Litla-Hrauni sé ekki barnvænt, enda eru heimsóknarherbergin í húsi sem byggt var árið 1929. Flestir fengu heimsóknir í janúar og apríl þegar hlutfallið var á bilinu 65 til 68 prósent. Fæstar voru þær í september, þegar aðeins 41 fangi af þeim 71 sem sátu inni, eða um 55 prósent, var heimsóttur í fangelsið. - sv Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Um 40 prósent fanga á Litla-Hrauni og Bitru fengu aldrei heimsóknir í fangelsið á síðasta ári. Þeim föngum hefur fjölgað frá árinu 2010, þegar hlutfallið var um 25 prósent. Verst yfir hátíðarnar, segir forstöðumaður. Hátt í helmingur fanga á Litla-Hrauni og Bitru fékk enga heimsókn frá ættingja eða vini á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá fangelsunum tveimur fengu einungis 583 fangar heimsóknir í fyrra af þeim 949 sem sátu inni, sem gerir tæplega 40 prósenta hlutfall. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, segir þá menn sem fá engar heimsóknir flesta vera búna að brenna allar brýr að baki sér og fjölskyldur þeirra hafi gefist upp. Hlutfallið fari í raun eftir því hvernig samsetning fanganna er, það er hversu lengi þeir hafa verið í neyslu og afbrotum og einnig hversu margir eru erlendis frá og eiga því ekki aðstandendur á landinu sem geti heimsótt þá. „Þetta er vissulega mjög stór hópur sem fær aldrei heimsókn," segir Margrét. „Miðað við tölurnar frá árinu 2010 var það um það bil fjórðungur sem fékk aldrei heimsókn. En á síðasta ári bættist Bitra við og því erum við komin með öðru vísi samsetningu af mönnum." Fyrir nokkru starfrækti Rauði krossinn heimsóknarþjónustu fyrir þá menn sem áttu enga að. Þeir gátu þá sótt um að fá eins konar heimsóknarvin til að koma og hitta sig í fangelsinu, en að sögn Margrétar lagðist sú þjónusta af. Þó hefur verið rætt um að undanförnu að setja saman annan hóp innan Rauða krossins og taka þjónustuna upp á ný. Margrét segir mikinn mun vera á líðan þeirra manna sem fá reglulega til sín fjölskyldu og vini í fangelsin og þeirra sem eru alltaf einir. „Þeir sem fá heimsóknir eru mun öruggari með sig. Það myndast mikið tómarúm hjá þeim sem fá engan til sín, þó að menn lýsi því yfir að þeim sé sama, þá er það ekki svo," segir hún. „Tíminn yfir hátíðarnar er erfiðastur. Þá leitar hugurinn meira heim." Fæstir þeirra fanga sem fá aldrei heimsóknir eiga börn, en þó segir Margrét að það komi fyrir. Umhverfið á Litla-Hrauni sé ekki barnvænt, enda eru heimsóknarherbergin í húsi sem byggt var árið 1929. Flestir fengu heimsóknir í janúar og apríl þegar hlutfallið var á bilinu 65 til 68 prósent. Fæstar voru þær í september, þegar aðeins 41 fangi af þeim 71 sem sátu inni, eða um 55 prósent, var heimsóttur í fangelsið. - sv
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira