Lífið

Skrifar eiginkonunni bréf

Kristen Stewart og Rupert Sanders báðu maka sína opinberlega afsökunar í gær.
Kristen Stewart og Rupert Sanders báðu maka sína opinberlega afsökunar í gær. nordicphotos/getty
Kristen Stewart og Rupert Sanders sendu bæði frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær eftir að þau urðu uppvís að framhjáhaldi.

Fréttamiðlar velta nú vöngum yfir hversu lengi parið geti hafa verið að hittast á laun og hvort sambönd þeirra standi áfallið af sér.

Kristen Stewart bað kærasta sinn, Robert Pattinson, innilega afsökunar í tilkynningu sinni en hyggst einnig skrifa Liberty Ross, eiginkonu Sanders, afsökunarbréf.

„Kristen fannst ekki viðeigandi biðja Liberty afsökunar opinberlega, hún vildi heldur skrifa henni persónulegt bréf þar sem hún tjáir henni hug sinn,“ hafði Radaronline.com eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.