Enski boltinn

Martinez um sigurinn á Arsenal: Þetta var ekkert slys

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Martinez.
Roberto Martinez. Mynd/AFP
Roberto Martinez, stjóri Wigan, er að gera frábæra hluti með sína menn á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni en liðið steig stórt skref í átt að því að bjarga sér frá falli með því að vinna 2-1 útisigur á Arsenal í kvöld.

„Það er auðvelt að segjast vera stoltur en ég er svo sáttur með þennan sigur því þetta var ekkert slys," sagði Roberto Martinez við BBC eftir leikinn en Wigan hefur náð í 12 stig í síðustu fimm leikjum sínum,

„Það er erfitt verkefni að mæta Chelsea, Manchester United og Arsenal á aðeins átta dögum en það geta allir hjá klúbbnum verið stoltir af því hvernig við unnum úr því, líkamlega og leikfræðilega. Þetta voru þrjú stig sem við áttum skilið og það segir mikið um frammistöðu minna leikmanna í kvöld," sagði Martinez.

Wigan vann leikina á móti Arsenal og Manchester United en tapaði naumlega fyrir Chelsea á marki í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×