Innlent

12% fleiri um Hellisheiðina

Hlutfallslega mest aukning var um Hellisheiði á páskadag.
Hlutfallslega mest aukning var um Hellisheiði á páskadag. Fréttablaðið/Stefán
Töluvert fleiri voru á faraldsfæti yfir nýafstaðna páskahelgi en um páskana í fyrra, samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Alls fóru ríflega 33 þúsund bílar um Hellisheiði, sem er um 12 prósenta aukning frá páskunum í fyrra, þegar tæplega 30 þúsund fóru um heiðina. Í ár fóru um 28 þúsund bílar um Hvalfjarðargöngin, en í fyrra voru bílarnir ríflega 27 þúsund talsins.

Umferðin um páskana var þrátt fyrir aukninguna í ár umtalsvert minni en um páskana 2010.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×