Innlent

Bíði eftir hugmyndasamkeppni

Engin flýtiafgreiðsla er hjá skipulagi Reykjavíkurborgar á fyrirspurn þeirra sem vilja kaupa Perluna og byggja við hana og kalla Náttúruperluna.r
Engin flýtiafgreiðsla er hjá skipulagi Reykjavíkurborgar á fyrirspurn þeirra sem vilja kaupa Perluna og byggja við hana og kalla Náttúruperluna.r Mynd/THG arkitekta
Hæstbjóðandi í söluútboði Orkuveitunnar á Perlunni fékk ekki hugmynd sína um breytt skipulag samþykkta á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Eins og öðrum málum sem komið hafa á borð skipulagsráðs að undanförnu og varða Öskjuhlíðina var erindi bjóðendanna vísað til fyrirhugaðrar samkeppni um framtíðarskipulag svæðisins.

Fram hefur komið að Garðar K. Vilhjálmsson og hópur fjárfesta að baki honum sem átti hæsta tilboðið í Perluna fékk forkaupsrétt fram til 1. apríl síðastliðins á meðan þeir væru að gera hagkvæmnisathugun. Forsendurnar sem þeir gefa sér eru meðal annars viðbyggingar fyrir baðstað og náttúrugripasafn.

Að sögn Páls Hjaltasonar, formanns skipulagsráðs, er gert ráð fyrir að hugmyndasamkeppnin um Öskjuhlíð verði yfirstaðin á þessu ári.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×