Aldrei fleiri möguleikar í fluginu 12. apríl 2012 07:00 Allir sem koma að flugi um Keflavíkurvöll vinna saman til að umferðin gangi sem greiðast. Fréttablaðið/ÓKÁ ISAVIA býst við að umfang flugstarfsemi í Keflavík slái öll fyrri met í sumar. Ráðist í endurbætur í Leifsstöð. Í sumar geta farþegar á leið til Lundúna, Berlínar, Alicante og Parísar valið á milli fjögurra flugfélaga. Í sumar er búist við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Leifsstöð þegar mest lætur. Áætlað er að umfang flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli slái öll fyrri met í sumar. „Veruleg aukning verður í leiðakerfum flugrekenda sem aldrei hafa haft jafnmarga áfangastaði í áætlunar- og leiguflugi til og frá landinu,“ segir í tilkynningu sem ISAVIA sendi nýverið frá sér. Alls koma 17 flugfélög til með að halda uppi ferðum til landsins í sumar og tvö ný félög hyggja á áætlunarflug allt árið. Nýju félögin eru Wow air og Easyjet, en með tilkomu þeirra eru Lundúnir, eða flugvellir í nágrenni borgarinnar, í áætlunarflugi hjá fjórum flugfélögum, en bæði Icelandair og Iceland Express fljúga þangað í áætlunarflugi. Þótt flugfélögum sem fljúga frá Keflavík hafi fjölgað mjög virðist í fljótu bragði sem áfangastaðir skarist ekki verulega þótt fjölgi mjög úrvali áfangastaða í einstökum löndum. Í fljótu bragði virðist sem mest samkeppni verði í flugi til Lundúna, Alicante, Berlínar og Parísar, en fjögur flugfélög bjóða upp á flug á þessa staði í sumar. Síðan eru nokkuð fleiri borgir sem þrjú flugfélög fljúga til. Dæmi um það eru vinsælir áfangastaðir á borð við Kaupmannahöfn, Ósló og Hamborg. Þá bætast náttúrlega við áfangastaðir sem íslensku flugfélögin eru ekki með á sinni flugáætlun. Til að mynda er samkeppni í flugi héðan til Vínarborgar, en þar bítast um farþegana flugfélögin Austrian og Niki Luftfahrt. Í áðurnefndri tilkynningu ISAVIA kemur fram að álag á starfsemina á Keflavíkurflugvelli aukist gríðarlega yfir sumarmánuðina. „Síðastliðið sumar voru 18 til 20 farþegaflug afgreidd á háannatíma að morgni og síðdegis flesta daga vikunnar. Samkvæmt áætlun á komandi sumri munu 23 farþegaflug verða afgreidd yfir háannatíma að morgni og síðdegis þegar álagið er hvað mest.“ Búist er við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar mest verður um háannatímann í júní, júlí og ágúst. Til þess að anna aukinni umferð verður á næstu vikum ráðist í endurbætur á flugstöðinni. „Gerður verður nýr inngangur í norðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir farþega sem fluttir verða með rútum til og frá flugvélum sem fá afgreiðslu á stæðum fjarri flugstöðinni. Afköst í vopnaleit verða aukin, og sjálfsinnritunarstöðvum fjölgað í brottfararsal.“olikr@frettabladid.is Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
ISAVIA býst við að umfang flugstarfsemi í Keflavík slái öll fyrri met í sumar. Ráðist í endurbætur í Leifsstöð. Í sumar geta farþegar á leið til Lundúna, Berlínar, Alicante og Parísar valið á milli fjögurra flugfélaga. Í sumar er búist við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Leifsstöð þegar mest lætur. Áætlað er að umfang flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli slái öll fyrri met í sumar. „Veruleg aukning verður í leiðakerfum flugrekenda sem aldrei hafa haft jafnmarga áfangastaði í áætlunar- og leiguflugi til og frá landinu,“ segir í tilkynningu sem ISAVIA sendi nýverið frá sér. Alls koma 17 flugfélög til með að halda uppi ferðum til landsins í sumar og tvö ný félög hyggja á áætlunarflug allt árið. Nýju félögin eru Wow air og Easyjet, en með tilkomu þeirra eru Lundúnir, eða flugvellir í nágrenni borgarinnar, í áætlunarflugi hjá fjórum flugfélögum, en bæði Icelandair og Iceland Express fljúga þangað í áætlunarflugi. Þótt flugfélögum sem fljúga frá Keflavík hafi fjölgað mjög virðist í fljótu bragði sem áfangastaðir skarist ekki verulega þótt fjölgi mjög úrvali áfangastaða í einstökum löndum. Í fljótu bragði virðist sem mest samkeppni verði í flugi til Lundúna, Alicante, Berlínar og Parísar, en fjögur flugfélög bjóða upp á flug á þessa staði í sumar. Síðan eru nokkuð fleiri borgir sem þrjú flugfélög fljúga til. Dæmi um það eru vinsælir áfangastaðir á borð við Kaupmannahöfn, Ósló og Hamborg. Þá bætast náttúrlega við áfangastaðir sem íslensku flugfélögin eru ekki með á sinni flugáætlun. Til að mynda er samkeppni í flugi héðan til Vínarborgar, en þar bítast um farþegana flugfélögin Austrian og Niki Luftfahrt. Í áðurnefndri tilkynningu ISAVIA kemur fram að álag á starfsemina á Keflavíkurflugvelli aukist gríðarlega yfir sumarmánuðina. „Síðastliðið sumar voru 18 til 20 farþegaflug afgreidd á háannatíma að morgni og síðdegis flesta daga vikunnar. Samkvæmt áætlun á komandi sumri munu 23 farþegaflug verða afgreidd yfir háannatíma að morgni og síðdegis þegar álagið er hvað mest.“ Búist er við að daglega fari um 15 þúsund farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar mest verður um háannatímann í júní, júlí og ágúst. Til þess að anna aukinni umferð verður á næstu vikum ráðist í endurbætur á flugstöðinni. „Gerður verður nýr inngangur í norðurbyggingu flugstöðvarinnar fyrir farþega sem fluttir verða með rútum til og frá flugvélum sem fá afgreiðslu á stæðum fjarri flugstöðinni. Afköst í vopnaleit verða aukin, og sjálfsinnritunarstöðvum fjölgað í brottfararsal.“olikr@frettabladid.is
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira