Segir málaferlin og aðildarumsóknina vera aðskilin mál Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2012 09:50 Magnús Orri Schram er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og málaferlin fyrir EFTA dómstólnum séu tvö aðskild mál sem ekki eigi að blanda saman. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í gær að aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri nánast sjálfhætt eftir að RÚV greindi frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði óskað eftir aðild að málaferlunum gegn Íslandi í Icesave málinu. „Ég lít svo á að Icesave málið sé hluti af einhverskonar uppgjöri við fortíðina. Þar sé verið að takast á um það hvort reglur um innri markaðinn hafi verið brotin. EES samningurinn er samstarf sem við höfum verið í síðan ´93 og skiptir gríðarlegu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki ætlum við að fara að efast um EES samninginn heldur hitt, menn eru að takast á um það hvort reglur hafi verið brotnar. Mér sýnist nú þeir þingmenn láta hvað hæst í dag sem höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu dómstólaferli þannig að þeir ættu nú alveg að geta sofið rólega," segir Magnús Orri. Hann segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu snúist aftur á móti um framtíðina. „Hún snýst um það hvort við ætlum að byggja upp þjóðfélag án verðtryggðar krónu. Hún snýst um það hvort við ætlum að búa hér til samkeppnishæft atvinnulíf, hvort við ætlum að geta haldið okkar öflugustu fyrirtækjum hér innanlands, hvort við getum losað gjaldeyrishöft, hvort við ætlum að halda áfram að borga 500 krónur fyrir lattebollann á Strikinu. Það er hluti af framtíðinni," segir Magnús Orri. Því sé best að klára uppgjörsmálin við fortíðina og láta þau fara í sinn farveg fyrir dómstólum erlendis. Aðildarumsóknin haldi svo líka áfram því hún sé hluti af lausninni sem þjóðin geti svo tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu og málaferlin fyrir EFTA dómstólnum séu tvö aðskild mál sem ekki eigi að blanda saman. Stjórnarandstæðingar fullyrtu í gær að aðildarviðræðum við Evrópusambandið væri nánast sjálfhætt eftir að RÚV greindi frá því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði óskað eftir aðild að málaferlunum gegn Íslandi í Icesave málinu. „Ég lít svo á að Icesave málið sé hluti af einhverskonar uppgjöri við fortíðina. Þar sé verið að takast á um það hvort reglur um innri markaðinn hafi verið brotin. EES samningurinn er samstarf sem við höfum verið í síðan ´93 og skiptir gríðarlegu máli fyrir íslenskt efnahagslíf. Ekki ætlum við að fara að efast um EES samninginn heldur hitt, menn eru að takast á um það hvort reglur hafi verið brotnar. Mér sýnist nú þeir þingmenn láta hvað hæst í dag sem höfðu ekki miklar áhyggjur af þessu dómstólaferli þannig að þeir ættu nú alveg að geta sofið rólega," segir Magnús Orri. Hann segir að umsókn um aðild að Evrópusambandinu snúist aftur á móti um framtíðina. „Hún snýst um það hvort við ætlum að byggja upp þjóðfélag án verðtryggðar krónu. Hún snýst um það hvort við ætlum að búa hér til samkeppnishæft atvinnulíf, hvort við ætlum að geta haldið okkar öflugustu fyrirtækjum hér innanlands, hvort við getum losað gjaldeyrishöft, hvort við ætlum að halda áfram að borga 500 krónur fyrir lattebollann á Strikinu. Það er hluti af framtíðinni," segir Magnús Orri. Því sé best að klára uppgjörsmálin við fortíðina og láta þau fara í sinn farveg fyrir dómstólum erlendis. Aðildarumsóknin haldi svo líka áfram því hún sé hluti af lausninni sem þjóðin geti svo tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira