Enski boltinn

Eigandi Wigan vill halda Martinez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robert Martinez.
Robert Martinez. Nordic Photos / Getty Images
Dave Whelan, eigandi Wigan, vill gjarnan halda Roberto Martinez hjá liðinu á næsta tímabili. Wigan vann í gær 1-0 sigur á toppliði Manchester United í gær.

„Ég hef alltaf sagt að Roberto muni fara frá Wigan vegna þess að honum er ætluð þau hlutskipti að taka við einu af stóru liðunum í Englandi eða Evrópu," sagði Whelan í viðtali við enska fjölmiðla í gær.

„Þegar sá tími kemur að Roberto vilji fara þá mun ég styðja hann. En sem stendur er Roberto ánægður hjá Wigan," bætti hann við.

Wigan er nú tveimur stigum frá fallsæti í deildinni en liðið hefur unnið þrjá sigra í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Þetta var í fyrsta sinn í sögu félagsins sem Wigan tókst að vinna sigur á Manchester United. „Meira að segja þegar ég var að spila fótbolta þá tókst mér aldrei að vinna leiki gegn United. Wigan hefur ekki einu sinni náð jafntefli gegn United."

„Við spiluðum frábærlega og á köflum í fyrri hálfleik vorum við einfaldlega miklu betri en Untied. Við erum öll mjög ánægð með þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×