Enski boltinn

Liverpool áfrýjaði brottvísun Doni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Doni gengur af velli í leiknum gegn Blackburn.
Doni gengur af velli í leiknum gegn Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur ákveðið að áfrýja rauða spjaldinu sem markvörðurinn Alexander Doni fékk í leik liðsins gegn Blackburn á dögunum.

Doni fékk rautt fyrir að brjóta á Junior Hoilett og fyrir vikið verður hann í banni þegar að Liverpool mætir Everton í ensku bikarkeppninni um helgina.

Pepe Reina, aðalmarkvörður liðsins, verður einnig í banni um helgina og því aðeins Brad Jones sem getur staðið á milli stanganna. Unglingaliðsmarkvörður verður líklega á bekknum þar sem Liverpool fær ekki að fá annan leikmann á neyðarláni.

Talið er ólíklegt að áfrýjun Liverpool beri árangur og gæti enska knattspyrnusambandið ákveðið að lengja bann hans telji það áfrýjunina vera tímasóun. Það kæmi þó væntanlega ekki að sök þar sem Reina verður aftur orðinn löglegur með Liverpool eftir bikarleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×