Kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal, sem skartar þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum, var frumsýnd í gærkvöldi og var margt um manninn í öllum útibúum Sambíóanna.
Í tilefni frumsýningarinnar hafa aðstandendur myndarinnar ákveðið að bjóða heppnum aðdáanda ævintýraferð fyrir tvo á tökuslóðir Frosts á Langjökli.
Ferðin tekur á milli 8 og 10 klukkustundir og farið verður til Gullfoss, Geysis, Þingvalla og Langjökuls þar sem ferðast er um á snjósleðum.
Eins og tíðkast, verður einn heppinn Facebook-fylgjandi myndarinnar dreginn út á næstu dögum.
- fb / sv
Frost býður á tökustað
