Malbikið stenst ekki veðurofsann BBI skrifar 10. september 2012 16:31 Mynd/Stefan Olafsson Það er hasar á Íslandi í dag og víða hafa menn lent í kröppum dansi vegna veðurofsa. Tugir björgunarsveitamanna hafa farið í hvert útkallið á fætur öðru og smalar hafa setið fastir í leitarmannakofum. Nú síðast stóðst malbikið við Skaftafellsá ekki rokið og flettist af veginum við brúna. Leiðsögumaðurinn Stefan Johannes náði myndum af malbikinu, þar sem það hálfpartinn fýkur af veginum. Í samtali við mbl.is segir Stefan að leiðangur dagsins hafi verið stórundarlegur. Malbik flettist af vegum og rúður sprungu í bílum vegna roksins. Hann segir þó ferðamennina hafa skemmt sér konunglega þó leiðsögumönnunum hefði brugðið í brún. Elín Björk Jónasdóttir hjá Veðurstofunni segir að þó það sé býsna hvasst á landinu sé vindhraðinn ekkert sérstaklega óeðlilegur. „Rúður hafa nú sprungið í bílum áður. Ég hugsa nú að það gerist nokkrum sinnum á hverjum vetri," segir hún. Ástæðan fyrir þessu mikla roki er djúp lægð sem nú er yfir landinu. Á sama tíma er hæð yfir Grænlandi sem eykur enn skilin milli svæðanna og ýtir undir rokið. Íslendingar geta búist við nokkru roki næstu daga því önnur lægð er á leiðinni. Hún verður hins vegar ekki jafndjúp svo ástandið verður ekki jafnslæmt þegar hún kemur á miðvikudaginn eða fimmtudaginn. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Það er hasar á Íslandi í dag og víða hafa menn lent í kröppum dansi vegna veðurofsa. Tugir björgunarsveitamanna hafa farið í hvert útkallið á fætur öðru og smalar hafa setið fastir í leitarmannakofum. Nú síðast stóðst malbikið við Skaftafellsá ekki rokið og flettist af veginum við brúna. Leiðsögumaðurinn Stefan Johannes náði myndum af malbikinu, þar sem það hálfpartinn fýkur af veginum. Í samtali við mbl.is segir Stefan að leiðangur dagsins hafi verið stórundarlegur. Malbik flettist af vegum og rúður sprungu í bílum vegna roksins. Hann segir þó ferðamennina hafa skemmt sér konunglega þó leiðsögumönnunum hefði brugðið í brún. Elín Björk Jónasdóttir hjá Veðurstofunni segir að þó það sé býsna hvasst á landinu sé vindhraðinn ekkert sérstaklega óeðlilegur. „Rúður hafa nú sprungið í bílum áður. Ég hugsa nú að það gerist nokkrum sinnum á hverjum vetri," segir hún. Ástæðan fyrir þessu mikla roki er djúp lægð sem nú er yfir landinu. Á sama tíma er hæð yfir Grænlandi sem eykur enn skilin milli svæðanna og ýtir undir rokið. Íslendingar geta búist við nokkru roki næstu daga því önnur lægð er á leiðinni. Hún verður hins vegar ekki jafndjúp svo ástandið verður ekki jafnslæmt þegar hún kemur á miðvikudaginn eða fimmtudaginn.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira