Fátækum börnum fjölgar til muna 28. febrúar 2012 05:00 Ungur drengur í borginni Rawalpindi í Pakistan leikur sér við hundinn sinn á meðan vinur hans burðast með poka. Um 62% íbúa Pakistans búa í þéttbýli, þar af stór hluti við sárafátækt. Nordicphotos/AFP Hundruð milljóna barna í borgum um víða veröld hafa ekki aðgang að hreinu vatni, heilsugæslu, salernum eða annarri grunnþjónustu. Allra fátækustu börnin búa oft á stórhættulegum svæðum, við skelfilegar aðstæður á sorphaugum eða við hlið lestarteina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kemur út í dag. Í skýrslunni er sjónum beint að börnum sem búa í borgum en innan fárra ára mun meirihluti barna í heiminum alast upp í þéttbýli. „Þegar við hugsum um fátækt er myndin sem kemur upp í hugann oftar en ekki af barni í litlu þorpi úti á landi,“ segir Anthony Lake, framkvæmdastjóri UNICEF. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar býr yfir einn milljarður barna í stórborgum og æ fleiri þeirra búa í fátækrahverfum borganna. Í raun býr þriðji hver jarðarbúi sem býr í þéttbýli í fátækrahverfi. Þótt börnunum bjóðist margvísleg tækifæri í borgunum búa þau líka við hrikalegan ójöfnuð. Mörg þeirra þurfa að vinna erfiðisvinnu og fá aldrei tækifæri til að ganga í skóla. Leiksvæði eru oft engin. Í fátækrahverfunum er aðgangur að hreinu vatni og salernum lítill sem enginn. Þar sem hreinlæti er ábótavant breiðast sjúkdómar auðveldar út en ella í yfirfullum hverfunum. Í skýrslunni sem kemur út í dag leggur UNICEF áherslu á að þarfir þeirra barna sem verst standa að vígi verði settar í forgang og hugsað sé sérstaklega um fátækrahverfin. Samtökin hvetja yfirvöld um víða veröld til að bæta aðgengi barnanna að nauðsynlegri grunnþjónustu og láta þarfir þeirra vera miðlægar í öllu borgarskipulagi.- kh Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Hundruð milljóna barna í borgum um víða veröld hafa ekki aðgang að hreinu vatni, heilsugæslu, salernum eða annarri grunnþjónustu. Allra fátækustu börnin búa oft á stórhættulegum svæðum, við skelfilegar aðstæður á sorphaugum eða við hlið lestarteina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kemur út í dag. Í skýrslunni er sjónum beint að börnum sem búa í borgum en innan fárra ára mun meirihluti barna í heiminum alast upp í þéttbýli. „Þegar við hugsum um fátækt er myndin sem kemur upp í hugann oftar en ekki af barni í litlu þorpi úti á landi,“ segir Anthony Lake, framkvæmdastjóri UNICEF. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar býr yfir einn milljarður barna í stórborgum og æ fleiri þeirra búa í fátækrahverfum borganna. Í raun býr þriðji hver jarðarbúi sem býr í þéttbýli í fátækrahverfi. Þótt börnunum bjóðist margvísleg tækifæri í borgunum búa þau líka við hrikalegan ójöfnuð. Mörg þeirra þurfa að vinna erfiðisvinnu og fá aldrei tækifæri til að ganga í skóla. Leiksvæði eru oft engin. Í fátækrahverfunum er aðgangur að hreinu vatni og salernum lítill sem enginn. Þar sem hreinlæti er ábótavant breiðast sjúkdómar auðveldar út en ella í yfirfullum hverfunum. Í skýrslunni sem kemur út í dag leggur UNICEF áherslu á að þarfir þeirra barna sem verst standa að vígi verði settar í forgang og hugsað sé sérstaklega um fátækrahverfin. Samtökin hvetja yfirvöld um víða veröld til að bæta aðgengi barnanna að nauðsynlegri grunnþjónustu og láta þarfir þeirra vera miðlægar í öllu borgarskipulagi.- kh
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira