Færri greinast með HIV-smit 23. apríl 2012 06:30 Haraldur Briem Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending. Á síðustu tveimur árum kom upp HIV-faraldur meðal sprautufíkla hér á landi. Í fyrra greindust 23 með veiruna, þar af þrettán sprautufíklar. Árið 2010 greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af tíu sprautufíklar. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir greinilegt að faraldurinn sé í rénun. „Þessi eini fíkniefnaneytandi sem hefur greinst í ár er með klár tengsl við hópinn í fyrra,“ segir hann. „Menn eru mikið að skoða þann hóp fíkniefnaneytenda, þar sem þetta var hópsýking sem tengdist sennilega einhverjum tilteknum atburði, hugsanlega einhverju sprautupartíi.“ Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna, segir þetta góðar fréttir. Auðvitað verði að vona það besta þrátt fyrir að það sé einungis fjórðungur ársins sem sé búinn. „Samtökin eru í stöðugu forvarnarstarfi og halda úti fræðslu, bæði meðal fólks sem hefur greinst með HIV og svo í skólum og öðrum stofnunum,“ segir hann og bætir við að það sé afar brýnt að halda umræðunni á lofti. „Vissulega eru ekki eins miklir fordómar og var áður, en þetta er samt svo mikið tabú.“ Einar segir marga HIV-jákvæða óttast höfnun frá samfélaginu; frá vinum sínum, fjölskyldu og á vinnustöðum. „Það er erfitt við þetta að eiga því þetta er svo mikið í þögninni,“ segir hann. Hann bendir á að það sé afar brýnt fyrir fólk sem er í áhættuhóp að láta greina sig því með réttum lyfjagjöfum er í dag hægt að lifa með sjúkdómnum nær einkennalaust, gangi lyfjagjöfin vel. Og á meðan sjúkdómurinn er einkennalaus eru einstaklingarnir ekki smitandi. Alls eru um 280 manns greindir með HIV á Íslandi í dag. Fyrsti einstaklingurinn greindist árið 1983 og fyrsta dauðsfallið úr alnæmi varð árið 1985. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira