Aðbúnaður á Kópavogshæli rannsakaður 6. júlí 2012 04:00 kópavogshæli Vistheimilisnefnd rannsakar hvort fötluð börn á Kópavogshæli hafi sætt illri meðferð. Þroskahjálp hefur kallað eftir slíkri rannsókn. Nefndin getur gert tillögu um að greiða út sanngirnisbætur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur endurskipað í nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Þetta var kynnt í ríkisstjórn á miðvikudag. Nefndin mun rannsaka starfsemi Kópavogshælis og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð og/eða ofbeldi á meðan á dvölinni þar stóð. Nefndin á einnig að lýsa því hvernig opinberu eftirliti með Kópavogshæli var háttað og gera tillögur til stjórnvalda um viðbrögð ef ástæða þykir til. Þá skal hún gera tillögur um rannsókn á öðrum stofnunum þar sem fötluð börn voru vistuð, þyki ástæða til þess. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar. Hún segir að nefndinni sé, eins og í fyrri rannsóknum, ætlað að lýsa starfsemi stofnunarinnar. „Okkur er falið að lýsa starfsemi Kópavogshælis, að því er varðar börn með fötlun sem dvöldust þar, tildrög þess að þau voru vistuð þar og hvort, og þá í hvaða mæli, þau hafi sætt illri meðferð.“ Hrefna segir að sér sé ekki kunnugt um dæmi um slíkt á Kópavogshæli, en ákveðið hafi verið að rannsaka stofnunina á sama máta og gert var til dæmis við unglingaheimili ríkisins. Kópavogshæli hafi verið eyrnamerkt sem búsetuúrræði fyrir börn með mikla fötlun og því hafi verið talið rétt að byrja þar. Hvað mögulegar sanngirnisbætur varðar segir Hrefna að um þær gildi lög. Þau eigi við um allar stofnanir eða heimili sem falla undir þau lög sem nefndin vinnur eftir. Nefndin taki ekki beinar ákvarðanir um mögulegar úrbætur, en geri tillögur til stjórnvalda. „Ég get sagt það hér og nú að nefndin hlýtur að líta til bæði verklags og þeirra skýrslna sem vistheimilisnefnd hefur skilað fram að þessu.“ Gerður Aagot Árnadóttir, formaður stjórnar Þroskahjálpar, segir samtökin fagna þessari rannsókn. Þau hafi farið fram á að aðbúnaður fatlaðra barna sem vistuð voru á vegum ríkisins yrði skoðaður líkt og ófatlaðra. „Þessi ósk okkar byggir ekki á sérstakri ætlun um að farið hafi verið illa með fötluð börn. Hins vegar er það svo að aðbúnaður þessara barna var misgóður. Börn á Kópavogshæli voru vistuð með fullorðnu fólki og sumt af því gat sýnt af sér erfiða hegðun. Uppeldisskilyrði þessara barna voru því kannski ekki eins góð og þau hefðu átt að vera, þó það sé auðvitað mjög mismunandi.“ - kóp Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Vistheimilisnefnd rannsakar hvort fötluð börn á Kópavogshæli hafi sætt illri meðferð. Þroskahjálp hefur kallað eftir slíkri rannsókn. Nefndin getur gert tillögu um að greiða út sanngirnisbætur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur endurskipað í nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Þetta var kynnt í ríkisstjórn á miðvikudag. Nefndin mun rannsaka starfsemi Kópavogshælis og hvort börn sem þar voru vistuð hafi sætt illri meðferð og/eða ofbeldi á meðan á dvölinni þar stóð. Nefndin á einnig að lýsa því hvernig opinberu eftirliti með Kópavogshæli var háttað og gera tillögur til stjórnvalda um viðbrögð ef ástæða þykir til. Þá skal hún gera tillögur um rannsókn á öðrum stofnunum þar sem fötluð börn voru vistuð, þyki ástæða til þess. Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar. Hún segir að nefndinni sé, eins og í fyrri rannsóknum, ætlað að lýsa starfsemi stofnunarinnar. „Okkur er falið að lýsa starfsemi Kópavogshælis, að því er varðar börn með fötlun sem dvöldust þar, tildrög þess að þau voru vistuð þar og hvort, og þá í hvaða mæli, þau hafi sætt illri meðferð.“ Hrefna segir að sér sé ekki kunnugt um dæmi um slíkt á Kópavogshæli, en ákveðið hafi verið að rannsaka stofnunina á sama máta og gert var til dæmis við unglingaheimili ríkisins. Kópavogshæli hafi verið eyrnamerkt sem búsetuúrræði fyrir börn með mikla fötlun og því hafi verið talið rétt að byrja þar. Hvað mögulegar sanngirnisbætur varðar segir Hrefna að um þær gildi lög. Þau eigi við um allar stofnanir eða heimili sem falla undir þau lög sem nefndin vinnur eftir. Nefndin taki ekki beinar ákvarðanir um mögulegar úrbætur, en geri tillögur til stjórnvalda. „Ég get sagt það hér og nú að nefndin hlýtur að líta til bæði verklags og þeirra skýrslna sem vistheimilisnefnd hefur skilað fram að þessu.“ Gerður Aagot Árnadóttir, formaður stjórnar Þroskahjálpar, segir samtökin fagna þessari rannsókn. Þau hafi farið fram á að aðbúnaður fatlaðra barna sem vistuð voru á vegum ríkisins yrði skoðaður líkt og ófatlaðra. „Þessi ósk okkar byggir ekki á sérstakri ætlun um að farið hafi verið illa með fötluð börn. Hins vegar er það svo að aðbúnaður þessara barna var misgóður. Börn á Kópavogshæli voru vistuð með fullorðnu fólki og sumt af því gat sýnt af sér erfiða hegðun. Uppeldisskilyrði þessara barna voru því kannski ekki eins góð og þau hefðu átt að vera, þó það sé auðvitað mjög mismunandi.“ - kóp
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira