Innlent

Forvarnarhópur stofnaður fyrir næstu Þjóðhátíð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Mynd úr safni
Íþróttafélagið ÍBV sem stendur fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur sett á laggirnar Forvarnahóp sem ætla er að standa fyrir átaksverkefni gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn mun starfa allt árið en verður sérstaklega áberandi á Þjóðhátíð í sumar.

Hugmyndin kviknaði þegar forsvarsmenn ÍBV mættu í druslugönguna svokölluðu sem haldin var undir lok síðasta mánaðar en að þessu sinni var einnig gengið í Vestmannaeyjum. Gangan hefur það að markmiði að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbum og yfir á gerendur.

„Umræðan snérist fljótt að hátíðinni sem slíkri og þá kom upp úr kafinu hvort ekki væri vit í því að stofna sérstakan hóp sem sinnti þessum málum. Úr varð að við stofnuðum þennan Forvaraanahóp ÍBV," segir Tryggvi Már Sæmundsson er framkvæmdastjóri ÍBV.

Hópurinn verður því að sögn Tryggva mjög sýnilegur á næstu þjóðhátíð:

„Forvarnir eryu gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu....Við ætlum okkur að vera sýnilega og tala við gesti og reyna að fá gesti með okkur í liðið og einnig bæjarbúa til að koma í hópinn."

Í tilkynningu frá ÍBV segir að kynferðisofbeldi sé ekki liður í dagskrá Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum og að það verði aldrei liðið.

Við berjumst gegn því á öllum vígstöðum

Að sögn Tryggva gengur undirbúningur fyrir þjóðhátíð mjög vel. Rífandi gangur sé í sölunni og er búist við um 14 til 15 þúsund manns í dalinn þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×