Fótbolti

Ajax með fjórtan sigra í röð

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Ajax tryggðu sér sinn 31. deildartitil í Hollandi
Ajax tryggðu sér sinn 31. deildartitil í Hollandi
Ajax frá Amsterdam gulltryggði sér í dag titilinn, í síðustu umferð hollensku deildinnar, sem spiluð var í dag.

Kolbeinn Sigþórsson var ekki í leikmannahóp liðsins sem vann góðan 3-1 útisigur á Vitesse. Liðið spilaði ótrúlega á seinni hluta tímabilsins en þeir unnu síðustu fjórtán leiki sína í deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir AZ Alkmaar en liðið vann 1-0 sigur á Groningen. AZ endaði í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×