Harmleikur í Kansas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2012 07:00 Það síðasta sem Belcher gerði áður en hann svipti sig lífi var að þakka þjálfaranum sínum fyrir tækifærið. nordicphotos/getty Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Ruðningsleikmaðurinn Jovan Belcher, 25 ára leikmaður Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, framdi sjálfsmorð fyrir framan þjálfarann sinn og framkvæmdastjóra fyrir rúmri viku. Hann var þá nýbúinn að myrða barnsmóður sína. Laugardagurinn 1. desember mun seint renna íbúum í Kansas úr minni. Þá átti sér stað ótrúlegur harmleikur sem snerti alla í borginni, sem og hjá liði Kansas City Chiefs. Jovan Belcher, sem hafði verið í herbúðum Chiefs í fjögur ár og spilað alla leiki liðsins í vetur, fór út á lífið á föstudeginum. Hann hitti stúlku á bar en varð svo viðskila við hana. Hann náði þó að komast heim til hennar en þar var hún ekki. Sambýlisfólk hennar leyfði þó Belcher að leggja sig en hann bað um að verða vakinn klukkan 6.30 þar sem hann mætti ekki vera of seinn á liðsfund. Belcher hafði drukkið talsvert um nóttina og þurfti aðstoð við að vakna. Fólkið í íbúðinni stóð við sitt og vakti Belcher, sem hélt í kjölfarið heim til unnustu sinnar, Kasöndru Perkins. Þar lentu þau í rifrildi sem leiddi til þess að Belcher skaut barnsmóður sína nokkrum sinnum. Þriggja mánaða dóttir þeirra og móðir Perkins voru í húsinu. Belcher flúði í kjölfarið og keyrði beint að Arrowhead Stadium, heimavelli Chiefs, en hann bjó aðeins í nokkurra kílómetra fjarlægð frá leikvanginum. Leikmaðurinn virtist vera meðvitaður um að lögreglan yrði fljót að komast á hæla hans og hann strunsaði því á fullu gasi gegnum öryggishlið vallarins. Skömmu síðar hringja öryggisverðirnir í framkvæmdastjóra liðsins, Scott Pioli, og segja honum að fara út að hitta Belcher á bílastæðinu. Það gerir Pioli ásamt þjálfara liðsins, Romeo Crennel. Skömmu síðar koma lögreglumenn á staðinn en þeir halda sig í vissri fjarlægð þar sem Belcher heldur á skammbyssu og er að tala við Pioli og Crennel. Belcher þakkaði fyrir að hafa fengið tækifæri hjá félaginu, sneri sér við, gekk nokkur skref og skaut sig í höfuðið fyrir framan þjálfarann og framkvæmdastjórann. Þrátt fyrir þennan mikla harmleik var ákveðið að leikur Kansas í deildinni daginn eftir færi fram. Var það nokkuð umdeilt. Það leyndi sér ekki fyrir leik að það var leikmönnum Kansas mikil þrekraun að spila. Mátti sjá marga þeirra fella tár fyrir leik. Á einhvern óskiljanlegan hátt tókst liðinu að þjappa sér saman og leggja Carolina Panthers að velli. Var það aðeins annar sigur liðsins í vetur.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira