Tónlistarmaðurinn Mika stígur á svið í Silfurbergi Freyr skrifar 10. október 2012 00:01 Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember. nordicphotos/getty „Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku. Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku.
Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira