Skáldið á Þröm var enginn aumingi Bergsteinn skrifar 10. október 2012 00:01 Fór að huga að dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar eftir að Steindór Andersen rímnamaður kom honum á sporið. Fréttablaðið/pjetur Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október. Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október.
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira