Skáldið á Þröm var enginn aumingi Bergsteinn skrifar 10. október 2012 00:01 Fór að huga að dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar eftir að Steindór Andersen rímnamaður kom honum á sporið. Fréttablaðið/pjetur Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning