Lífið

Bragi fræddist á RIFF

Bragi Guðbrandsson
Bragi Guðbrandsson
Það er hægt að nálgast annað og meira en bara skemmtun á kvikmyndahátíðinni RIFF sem nú stendur yfir. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fór til dæmis á austurrísku heimildarmyndina Outing á miðvikudaginn var.

Hún fjallar um glímu ungs manns við barnagirnd. Myndin er mjög upplýsandi og fróðleg í alla staði. Ég mæli með henni fyrir þá sem hafa áhuga á að skilja þetta vandamál. En hún er líka sorgleg og döpur og sýnir hlið mannlífsins sem við öll mundum líklega óska að væri ekki til, segir Bragi.

Hún veitir okkur innsýn inn í hvað þetta er mikil ógæfa og óhamingja og varpar ljósi á að það er hópur manna sem hefur þessar hvatir án þess þó að brjóta af sér. Það hljómar kaldranalegt en að sumu leyti hefur maður samúð með þessum einstaklingum.

- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×