Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt 27. ágúst 2012 00:01 Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár, segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxtakörfuna á hvíta tjaldið í maganum lengi. Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endurhugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað, segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthíasson og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin. Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar. - áp Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár, segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxtakörfuna á hvíta tjaldið í maganum lengi. Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endurhugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað, segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthíasson og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin. Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar. - áp
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning