Akranesviti orðinn klár menningarviti 15. ágúst 2012 07:00 Hilmar Sighvatsson Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Frá því í mars hefur almenningi staðið til boða að koma við og virða fyrir sér Faxaflóann og fögur fjöll úr Akranesvita. Ekki hefur staðið á gestunum en einir 2.314 hafa skráð sig í gestabókina. Það stendur þó meira til boða en útsýnið því félagar í Félagi áhugaljósmyndara á Akranesi hafa bryddað upp á tónlistaruppákomum í vitanum og svo eru þar settar upp ljósmynda- og myndlistarsýningar. Félagið sér um gæslu vitans. „Sú þekktasta sem hefur stigið á svið hjá okkur er Andrea Gylfa,“ segir Hilmar Sighvatsson, einn forsvarsmanna félagsins. „Það fer vel á því að blúsa svolítið við hafið bláa,“ segir hann kankvís. „Menn eru býsna ánægðir með hljómburðinn. Reyndar hefur Lárus Sighvatsson, skólastjóri tónlistarskólans hérna, sagt að hann sé álíka og hljómburðurinn í Péturskirkjunni í Róm.“ Til að sem flestir fái að njóta hljómburðarins hefur Hilmar tekið tónlistarflutninginn upp og má heyra og sjá upptökur frá mörgum þeirra á fésbókarsíðu Akranesvita. „Þetta hefur aðallega verið tónlistarfólk frá Akranesi, til dæmis kom þjóðlagasveit tónlistarskólans hingað og ég er búinn að hengja mig á fleiri tónlistarmenn en svo viljum við endilega fá fleira fólk úr bransanum.“ Reyndar standa þarna tveir vitar skammt hvor frá öðrum en sá gamli, sem reistur var 1918, má muna sinn fífil fegurri. „Það stendur þó til bóta því nú á næstu dögum, að mér skilst, verður hafist handa við að taka hann í gegn,“ segir Hilmar. Nýrri vitinn var tekinn í notkun árið 1947 og lætur enn þá ljós sitt skína. Þó svo að örlög hans séu fyrst og fremst að vísa sjófarendum leið segir Hilmar grínaktugur að í hugum Akurnesinga sé þetta orðinn hreinn og klár menningarviti. jse@frettabladid.is
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira