Hannar púða og sessur sem fylltar eru með heyi 7. ágúst 2012 10:30 Hjónin Fabio Del Percio og Anna Giudice hanna fallega púða sem fylltir eru með íslensku heyi. fréttablaðið/daníel rúnarsson Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ. „Ég byrjaði að hanna fyrir um tuttugu árum síðan á Ítalíu og vann einnig um hríð sem bólstrari. Hugmyndin um að nota hey sem fyllingu er komin frá uppeldisárum mínum á Ítalíu en ég ólst upp á sveitabæ og í gamla daga var hey gjarnan notað í dýnur,? segir Fabio og bætir við: ?En útlit púðanna er innblásið af Íslandi.“ Tvö ár eru síðan Fabio byrjaði að þróa hugmyndina að púðunum en hann kaupir heyið frá sauðfjárbónda á Reykjanesinu. Inntur eftir því hvort það hafi komið umræddum bónda á óvart í hvað heyið væri notað segir Fabio svo vera. „Hann varð svolítið hissa á bóninni og rak upp stór augu þegar hann sá vöruna.“ Í áklæðið notar Fabio annaðhvort vínyl eða endurunnið plast og því henta húsgögnin vel í garða eða á svalir þar sem þau eru vatnsheld. Að auki má greina lyktina af heyinu í gegnum áklæðið og því mætti segja að Fabio og Anna færi fólki svolítið af sveitinni heim í stofu. Hjónin eru alflutt til landsins og kveðst Fabio ánægður með lífið á Íslandi. „Við erum komin til að vera og erum mjög hrifin af borginni og íslenskri menningu.“ Aðspurður þvertekur hann þó fyrir að íslenskt veðurfar sé of kalt fyrir Ítala. Áhugasamir geta skoðað púðana á vefsíðunni hver-design.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Fabio Del Percio flutti til Íslands ásamt konu sinni, Önnu Giudice, eftir að hafa heimsótt landið nokkrum sinnum. Hjónin hanna sessur og "grjóna"púða sem fyllt er með íslensku heyi auk þess sem þau selja ítalska hönnun í verslun sinni í Bergstaðastrætinu. Að sögn Fabio reka forvitnir vegfarendur oft nefið inn á vinnustofu þeirra hjóna til að komast að því hvað þau eru að framleiða úr heyinu. Hugmyndina að sessunum og púðunum segist hann hafa fengið frá uppeldisárum sínum á ítölskum sveitabæ. „Ég byrjaði að hanna fyrir um tuttugu árum síðan á Ítalíu og vann einnig um hríð sem bólstrari. Hugmyndin um að nota hey sem fyllingu er komin frá uppeldisárum mínum á Ítalíu en ég ólst upp á sveitabæ og í gamla daga var hey gjarnan notað í dýnur,? segir Fabio og bætir við: ?En útlit púðanna er innblásið af Íslandi.“ Tvö ár eru síðan Fabio byrjaði að þróa hugmyndina að púðunum en hann kaupir heyið frá sauðfjárbónda á Reykjanesinu. Inntur eftir því hvort það hafi komið umræddum bónda á óvart í hvað heyið væri notað segir Fabio svo vera. „Hann varð svolítið hissa á bóninni og rak upp stór augu þegar hann sá vöruna.“ Í áklæðið notar Fabio annaðhvort vínyl eða endurunnið plast og því henta húsgögnin vel í garða eða á svalir þar sem þau eru vatnsheld. Að auki má greina lyktina af heyinu í gegnum áklæðið og því mætti segja að Fabio og Anna færi fólki svolítið af sveitinni heim í stofu. Hjónin eru alflutt til landsins og kveðst Fabio ánægður með lífið á Íslandi. „Við erum komin til að vera og erum mjög hrifin af borginni og íslenskri menningu.“ Aðspurður þvertekur hann þó fyrir að íslenskt veðurfar sé of kalt fyrir Ítala. Áhugasamir geta skoðað púðana á vefsíðunni hver-design.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning