Innlent

Borgarbúar gefi ekki fuglunum

Meira er um æti í tjörninni á sumrin og óþarfi að gefa brauð.
Meira er um æti í tjörninni á sumrin og óþarfi að gefa brauð. Fréttablaðið/Stefán
Borgaryfirvöld hvetja fólk til að gefa hvorki öndum né öðrum fuglategundum á Reykjavíkurtjörn brauð á meðan á varptíma stendur. Á vef borgarinnar kemur fram að sílamávurinn, einn helsti vargfuglinn við tjörnina, sé mættur til leiks á ný.

Mávurinn sækir í skyndibita sem fólk hendir í miðborginni, auk þess sem hann tínir upp andarunga þegar þeir skríða úr eggi.

Brauðgjafir á tjörninni laða mávana að, en gagnast hvorki öndunum né ungunum þeirra. Sleppa ætti brauðgjöfum þar til ungarnir eru komnir á legg.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×