Innlent

Kannanir benda til aukinnar streitu

Auknar kröfur eftir hrun auka vinnutengda streitu, segir framkvæmdastjórn Vinnuverndarstofnunar Evrópu.Nordicphotos/Getty
Auknar kröfur eftir hrun auka vinnutengda streitu, segir framkvæmdastjórn Vinnuverndarstofnunar Evrópu.Nordicphotos/Getty
Átta af tíu samevrópskum skoðanakönnunum sýna að fólk hefur áhyggjur af vinnutengdri streitu. Að könnuninnni stóð Ipsos MORI fyrir hönd Vinnuverndarstofnunar Evrópu. Könnuð voru viðhorf 35 þúsund manns í 36 Evrópulöndum til málefna sem tengjast vinnuvernd.

Í fréttatilkynningu um niðurstöðurnar kemur fram að 80 prósent vinnandi fólks í Evrópu telji að fjöldi þeirra sem þjáist af vinnutengdri streitu muni aukast næstu fimm árin og rúmur helmingur telur að aukningin verði umtalsverð. „Hlutfallið er þó talsvert lægra hér á landi þar sem aðeins 47 prósent telja að vinnutengd streita muni aukast á næstu árum,“ segir í tilkynningunni.

Niðurstöðurnar eru sagðar í takt við niðurstöður ESENER könnunar Vinnuverndarstofnunarinnar um nýjar og aðsteðjandi áhættur á vinnustað. Hún leiddi í ljós að 79 prósent stjórnenda telja að streita sé vandamál í fyrirtæki þeirra. „En það þýðir að vinnustreita er jafnmikilvægt úrlausnarefni fyrir fyrirtæki og vinnuslys.“ Þá kemur fram að Íslendingar eru heldur bjartsýnni en meðalevrópubúinn á að stjórnendur fyrirtækja komi til með að taka mark á kvörtunum varðandi öryggi og heilbrigði á vinnustað. Alls telja 74 prósent aðspurðra í Evrópu að svo muni vera, en 86 prósent Íslendinga.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×