Mæður sem missa börn fái betri aðstöðu 30. apríl 2012 11:00 Handboltakonan Kristín Guðmundsdóttir er að fara af stað með söfnun til styrktar Lífi með það markmið að bæta aðstöðu þeirra sem missa barn á meðgöngu eða í fæðingu. Hér er hún ásamt tviburadætrum sínum, Telmu og Emblu. Fréttablaðið/daníel „Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana lokaða á herberginu svo ég heyrði ekki barnagrátinn yfir til mín. Það var mjög erfitt,“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona sem var gengin 19 vikur þegar hún missti tvíburadrengi sína. Hún er að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf, en markmið söfnunarinnar er að bæta aðbúnað kvenna sem missa börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Tíu mánuðir eru síðan Kristín þurfti að dvelja í tólf daga á Kvennadeildinni og var hún þá innan um konur sem voru annaðhvort barnshafandi eða með nýfædd börn. Það hafi gert erfiða lífsreynslu verri. „Mér finnst það ekki vera miklar kröfur að hafa til dæmis hljóðeinangruð herbergi afsíðis fyrir þennan hóp. Ég fékk að tala við prest og félagsráðgjafa en annars fannst mér ég þurfa að sækja allar upplýsingar sjálf.“ Kristín greinir frá því að það hafi verið erfiðast fyrir hana að fara í skoðun aðeins fimm vikum eftir að hún missti drengina. Skoðunin fór fram á sama stað og barnshafandi konur fara í sónar. „Það var alveg hræðilegt. Ég sat á lítilli biðstofu innan um óléttar konur sem voru spenntar að fara í sónar á meðan ég var að syrgja mín börn. Ég man að ég var óvinnufær þennan dag og titraði öll og skalf þegar ég kom heim.“ Kristín segir viðbrögð við söfnunarátakinu hafa verið mjög góð og draumurinn sé að stofna samtök, innan Lífs, sem annist þennan hóp kvenna. Söfnuninni verður hrint af stað á upphafsleik úrslitaeinvígisins í N1-deildinni í handbolta á miðvikudagskvöld. Þá mætast Valur og Fram en Kristín leikur með síðarnefnda liðinu. Hún hefur fengið styrki frá fyrirtækjum sem gerir það að verkum að frítt verður á leikinn. „Ég vil fá sem flesta á leikinn og fulltrúar frá Lífi verða á staðnum að selja pylsur og hamborgara. Það er því tilvalið að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Hildur Harðardóttir, yfirlæknir kvenlækninga á Landspítalanum, er sammála Kristínu um að það þurfi að hlúa betur að þessum hópi. „Það er ekki spurning að það þarf að bæta verulega aðstöðuna fyrir þessar konur til að gera erfiða upplifun bærilegri. Ég kann henni bestu þakkir fyrir framtakið enda þarf mikinn kjark og kraft til að opna sig og standa í þessu.“ Styrktarreikningur hefur verið stofnaður þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum. Reikningsnúmer 0345-13-202244 og kennitala 180778-3819. alfrun@frettabladid.is Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana lokaða á herberginu svo ég heyrði ekki barnagrátinn yfir til mín. Það var mjög erfitt,“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona sem var gengin 19 vikur þegar hún missti tvíburadrengi sína. Hún er að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf, en markmið söfnunarinnar er að bæta aðbúnað kvenna sem missa börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Tíu mánuðir eru síðan Kristín þurfti að dvelja í tólf daga á Kvennadeildinni og var hún þá innan um konur sem voru annaðhvort barnshafandi eða með nýfædd börn. Það hafi gert erfiða lífsreynslu verri. „Mér finnst það ekki vera miklar kröfur að hafa til dæmis hljóðeinangruð herbergi afsíðis fyrir þennan hóp. Ég fékk að tala við prest og félagsráðgjafa en annars fannst mér ég þurfa að sækja allar upplýsingar sjálf.“ Kristín greinir frá því að það hafi verið erfiðast fyrir hana að fara í skoðun aðeins fimm vikum eftir að hún missti drengina. Skoðunin fór fram á sama stað og barnshafandi konur fara í sónar. „Það var alveg hræðilegt. Ég sat á lítilli biðstofu innan um óléttar konur sem voru spenntar að fara í sónar á meðan ég var að syrgja mín börn. Ég man að ég var óvinnufær þennan dag og titraði öll og skalf þegar ég kom heim.“ Kristín segir viðbrögð við söfnunarátakinu hafa verið mjög góð og draumurinn sé að stofna samtök, innan Lífs, sem annist þennan hóp kvenna. Söfnuninni verður hrint af stað á upphafsleik úrslitaeinvígisins í N1-deildinni í handbolta á miðvikudagskvöld. Þá mætast Valur og Fram en Kristín leikur með síðarnefnda liðinu. Hún hefur fengið styrki frá fyrirtækjum sem gerir það að verkum að frítt verður á leikinn. „Ég vil fá sem flesta á leikinn og fulltrúar frá Lífi verða á staðnum að selja pylsur og hamborgara. Það er því tilvalið að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Hildur Harðardóttir, yfirlæknir kvenlækninga á Landspítalanum, er sammála Kristínu um að það þurfi að hlúa betur að þessum hópi. „Það er ekki spurning að það þarf að bæta verulega aðstöðuna fyrir þessar konur til að gera erfiða upplifun bærilegri. Ég kann henni bestu þakkir fyrir framtakið enda þarf mikinn kjark og kraft til að opna sig og standa í þessu.“ Styrktarreikningur hefur verið stofnaður þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum. Reikningsnúmer 0345-13-202244 og kennitala 180778-3819. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira