Kolbeinn: Allt annað að spila verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2012 07:00 hress og kátur. Kolbeinn Sigþórsson sést hér með liðsfélaga sínum, Siem de Jong, í leik á móti Heerenveen á dögunum. Nordicphotos/getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí. Það er létt yfir Kolbeini Sigþórssyni þessa dagana. Hann hefur sigrast á erfiðum ökklameiðslum og allt gengur eins og í sögu hjá honum og félögum hans í Ajax Amsterdam. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Ajax, en liðið vann þá með markatölunni 11-0. Það tók Kolbein aðeins tíu mínútur að skora fyrsta markið en íslenski landsliðsframherjinn ætlar að flýta sér hægt og horfir aðallega til næsta tímabils. „Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur til baka. Ég vissi að ég væri orðinn klár en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Það var erfiðasti tíminn en annars var ég mjög þolinmóður," segir Kolbeinn sem er verkjalaus. „Mér finnst ég vera ferskari en oft áður. Ég var búinn að vera með verki og hafði spilað þannig í ár. Nú finn ég ekkert til og það er allt önnur tilfinning að spila fótbolta þannig," segir Kolbeinn og það gengur vel hjá Ajax sem er með þriggja stiga forskot á toppnum. „Þetta lítur hrikalega vel út. Við erum búnir að vinna níu leiki í röð og virðumst vera óstöðvandi eins og er. Við skorum mörg mörk og erum komnir til baka með alla leikmenn úr meiðslum. Ég horfi meira til næsta tímabils en annars er gott að fá að vera með í þessu og jafnvel ná að setja einhver mörk inn í lokin á tímabilinu." Það gæti verið erfitt fyrir Kolbein að vinna sér sæti í byrjunarliðinu en hann hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Ég er með mjög góðan grunn og allt það en ef maður ætlar að komast í toppform þá þarf maður að spila nokkra leiki. Ég verð að horfa til næsta tímabils til að byggja upp alvöru form," segir Kolbeinn en Frank de Boer ætlar að nota hann á lokasprettinum. Kolbeinn hefur slæma reynslu af því að koma of hratt til baka. „Ég ætla að fara hægar inn í þetta og ég er reynslunni ríkari. Ég sé að það þarf ekki alltaf að flýta sér. Ég hef reynsluna af því að koma of snemma inn," segir Kolbeinn. Ajax-liðið spilar frábæran fótbolta og það leynir sér ekki að Kolbeinn getur varla beðið eftir því að fá að spila. „Það er gaman að vera í svona liði sem byggist bara upp á fótbolta. Við reynum alltaf að spila okkur í gegnum andstæðinginn og höldum boltanum mestan part leiksins. Það er mjög þægilegt að vera í svona liði, það er nóg af fyrirgjöfum og nóg af boltum til að moða úr. Það er lúxus að spila í slíku liði," segir Kolbeinn. Endurkoma Kolbeins eru líka góðar fréttir fyrir landsliðið og hann er bjartsýnn á að verða með á móti Svíum og Frökkum í maí. Það yrðu þá fyrstu landsleikir hans undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef heyrt í Lars og það verða leikir í maí. Ég býst við að verða með í þeim og hann talaði um það. Ég hef ekki hitt hann persónulega og það verður fínt að sjá hver plönin hans verða. Við þurfum að fara að rífa okkur upp heimslistann. Ég ætti að vera kominn í eitthvert spilaform þegar þessir leikir verða í sumar," segir Kolbeinn. Þangað til ætlar hann að gera sitt í að gera Ajax að meisturum þar sem hann mun keppa við landa sinn, Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar. Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí. Það er létt yfir Kolbeini Sigþórssyni þessa dagana. Hann hefur sigrast á erfiðum ökklameiðslum og allt gengur eins og í sögu hjá honum og félögum hans í Ajax Amsterdam. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Ajax, en liðið vann þá með markatölunni 11-0. Það tók Kolbein aðeins tíu mínútur að skora fyrsta markið en íslenski landsliðsframherjinn ætlar að flýta sér hægt og horfir aðallega til næsta tímabils. „Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur til baka. Ég vissi að ég væri orðinn klár en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Það var erfiðasti tíminn en annars var ég mjög þolinmóður," segir Kolbeinn sem er verkjalaus. „Mér finnst ég vera ferskari en oft áður. Ég var búinn að vera með verki og hafði spilað þannig í ár. Nú finn ég ekkert til og það er allt önnur tilfinning að spila fótbolta þannig," segir Kolbeinn og það gengur vel hjá Ajax sem er með þriggja stiga forskot á toppnum. „Þetta lítur hrikalega vel út. Við erum búnir að vinna níu leiki í röð og virðumst vera óstöðvandi eins og er. Við skorum mörg mörk og erum komnir til baka með alla leikmenn úr meiðslum. Ég horfi meira til næsta tímabils en annars er gott að fá að vera með í þessu og jafnvel ná að setja einhver mörk inn í lokin á tímabilinu." Það gæti verið erfitt fyrir Kolbein að vinna sér sæti í byrjunarliðinu en hann hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Ég er með mjög góðan grunn og allt það en ef maður ætlar að komast í toppform þá þarf maður að spila nokkra leiki. Ég verð að horfa til næsta tímabils til að byggja upp alvöru form," segir Kolbeinn en Frank de Boer ætlar að nota hann á lokasprettinum. Kolbeinn hefur slæma reynslu af því að koma of hratt til baka. „Ég ætla að fara hægar inn í þetta og ég er reynslunni ríkari. Ég sé að það þarf ekki alltaf að flýta sér. Ég hef reynsluna af því að koma of snemma inn," segir Kolbeinn. Ajax-liðið spilar frábæran fótbolta og það leynir sér ekki að Kolbeinn getur varla beðið eftir því að fá að spila. „Það er gaman að vera í svona liði sem byggist bara upp á fótbolta. Við reynum alltaf að spila okkur í gegnum andstæðinginn og höldum boltanum mestan part leiksins. Það er mjög þægilegt að vera í svona liði, það er nóg af fyrirgjöfum og nóg af boltum til að moða úr. Það er lúxus að spila í slíku liði," segir Kolbeinn. Endurkoma Kolbeins eru líka góðar fréttir fyrir landsliðið og hann er bjartsýnn á að verða með á móti Svíum og Frökkum í maí. Það yrðu þá fyrstu landsleikir hans undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef heyrt í Lars og það verða leikir í maí. Ég býst við að verða með í þeim og hann talaði um það. Ég hef ekki hitt hann persónulega og það verður fínt að sjá hver plönin hans verða. Við þurfum að fara að rífa okkur upp heimslistann. Ég ætti að vera kominn í eitthvert spilaform þegar þessir leikir verða í sumar," segir Kolbeinn. Þangað til ætlar hann að gera sitt í að gera Ajax að meisturum þar sem hann mun keppa við landa sinn, Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar.
Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira