Kolbeinn: Allt annað að spila verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2012 07:00 hress og kátur. Kolbeinn Sigþórsson sést hér með liðsfélaga sínum, Siem de Jong, í leik á móti Heerenveen á dögunum. Nordicphotos/getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí. Það er létt yfir Kolbeini Sigþórssyni þessa dagana. Hann hefur sigrast á erfiðum ökklameiðslum og allt gengur eins og í sögu hjá honum og félögum hans í Ajax Amsterdam. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Ajax, en liðið vann þá með markatölunni 11-0. Það tók Kolbein aðeins tíu mínútur að skora fyrsta markið en íslenski landsliðsframherjinn ætlar að flýta sér hægt og horfir aðallega til næsta tímabils. „Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur til baka. Ég vissi að ég væri orðinn klár en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Það var erfiðasti tíminn en annars var ég mjög þolinmóður," segir Kolbeinn sem er verkjalaus. „Mér finnst ég vera ferskari en oft áður. Ég var búinn að vera með verki og hafði spilað þannig í ár. Nú finn ég ekkert til og það er allt önnur tilfinning að spila fótbolta þannig," segir Kolbeinn og það gengur vel hjá Ajax sem er með þriggja stiga forskot á toppnum. „Þetta lítur hrikalega vel út. Við erum búnir að vinna níu leiki í röð og virðumst vera óstöðvandi eins og er. Við skorum mörg mörk og erum komnir til baka með alla leikmenn úr meiðslum. Ég horfi meira til næsta tímabils en annars er gott að fá að vera með í þessu og jafnvel ná að setja einhver mörk inn í lokin á tímabilinu." Það gæti verið erfitt fyrir Kolbein að vinna sér sæti í byrjunarliðinu en hann hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Ég er með mjög góðan grunn og allt það en ef maður ætlar að komast í toppform þá þarf maður að spila nokkra leiki. Ég verð að horfa til næsta tímabils til að byggja upp alvöru form," segir Kolbeinn en Frank de Boer ætlar að nota hann á lokasprettinum. Kolbeinn hefur slæma reynslu af því að koma of hratt til baka. „Ég ætla að fara hægar inn í þetta og ég er reynslunni ríkari. Ég sé að það þarf ekki alltaf að flýta sér. Ég hef reynsluna af því að koma of snemma inn," segir Kolbeinn. Ajax-liðið spilar frábæran fótbolta og það leynir sér ekki að Kolbeinn getur varla beðið eftir því að fá að spila. „Það er gaman að vera í svona liði sem byggist bara upp á fótbolta. Við reynum alltaf að spila okkur í gegnum andstæðinginn og höldum boltanum mestan part leiksins. Það er mjög þægilegt að vera í svona liði, það er nóg af fyrirgjöfum og nóg af boltum til að moða úr. Það er lúxus að spila í slíku liði," segir Kolbeinn. Endurkoma Kolbeins eru líka góðar fréttir fyrir landsliðið og hann er bjartsýnn á að verða með á móti Svíum og Frökkum í maí. Það yrðu þá fyrstu landsleikir hans undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef heyrt í Lars og það verða leikir í maí. Ég býst við að verða með í þeim og hann talaði um það. Ég hef ekki hitt hann persónulega og það verður fínt að sjá hver plönin hans verða. Við þurfum að fara að rífa okkur upp heimslistann. Ég ætti að vera kominn í eitthvert spilaform þegar þessir leikir verða í sumar," segir Kolbeinn. Þangað til ætlar hann að gera sitt í að gera Ajax að meisturum þar sem hann mun keppa við landa sinn, Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar. Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí. Það er létt yfir Kolbeini Sigþórssyni þessa dagana. Hann hefur sigrast á erfiðum ökklameiðslum og allt gengur eins og í sögu hjá honum og félögum hans í Ajax Amsterdam. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Ajax, en liðið vann þá með markatölunni 11-0. Það tók Kolbein aðeins tíu mínútur að skora fyrsta markið en íslenski landsliðsframherjinn ætlar að flýta sér hægt og horfir aðallega til næsta tímabils. „Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur til baka. Ég vissi að ég væri orðinn klár en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Það var erfiðasti tíminn en annars var ég mjög þolinmóður," segir Kolbeinn sem er verkjalaus. „Mér finnst ég vera ferskari en oft áður. Ég var búinn að vera með verki og hafði spilað þannig í ár. Nú finn ég ekkert til og það er allt önnur tilfinning að spila fótbolta þannig," segir Kolbeinn og það gengur vel hjá Ajax sem er með þriggja stiga forskot á toppnum. „Þetta lítur hrikalega vel út. Við erum búnir að vinna níu leiki í röð og virðumst vera óstöðvandi eins og er. Við skorum mörg mörk og erum komnir til baka með alla leikmenn úr meiðslum. Ég horfi meira til næsta tímabils en annars er gott að fá að vera með í þessu og jafnvel ná að setja einhver mörk inn í lokin á tímabilinu." Það gæti verið erfitt fyrir Kolbein að vinna sér sæti í byrjunarliðinu en hann hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Ég er með mjög góðan grunn og allt það en ef maður ætlar að komast í toppform þá þarf maður að spila nokkra leiki. Ég verð að horfa til næsta tímabils til að byggja upp alvöru form," segir Kolbeinn en Frank de Boer ætlar að nota hann á lokasprettinum. Kolbeinn hefur slæma reynslu af því að koma of hratt til baka. „Ég ætla að fara hægar inn í þetta og ég er reynslunni ríkari. Ég sé að það þarf ekki alltaf að flýta sér. Ég hef reynsluna af því að koma of snemma inn," segir Kolbeinn. Ajax-liðið spilar frábæran fótbolta og það leynir sér ekki að Kolbeinn getur varla beðið eftir því að fá að spila. „Það er gaman að vera í svona liði sem byggist bara upp á fótbolta. Við reynum alltaf að spila okkur í gegnum andstæðinginn og höldum boltanum mestan part leiksins. Það er mjög þægilegt að vera í svona liði, það er nóg af fyrirgjöfum og nóg af boltum til að moða úr. Það er lúxus að spila í slíku liði," segir Kolbeinn. Endurkoma Kolbeins eru líka góðar fréttir fyrir landsliðið og hann er bjartsýnn á að verða með á móti Svíum og Frökkum í maí. Það yrðu þá fyrstu landsleikir hans undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef heyrt í Lars og það verða leikir í maí. Ég býst við að verða með í þeim og hann talaði um það. Ég hef ekki hitt hann persónulega og það verður fínt að sjá hver plönin hans verða. Við þurfum að fara að rífa okkur upp heimslistann. Ég ætti að vera kominn í eitthvert spilaform þegar þessir leikir verða í sumar," segir Kolbeinn. Þangað til ætlar hann að gera sitt í að gera Ajax að meisturum þar sem hann mun keppa við landa sinn, Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar.
Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Sjá meira