Kolbeinn: Allt annað að spila verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2012 07:00 hress og kátur. Kolbeinn Sigþórsson sést hér með liðsfélaga sínum, Siem de Jong, í leik á móti Heerenveen á dögunum. Nordicphotos/getty Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí. Það er létt yfir Kolbeini Sigþórssyni þessa dagana. Hann hefur sigrast á erfiðum ökklameiðslum og allt gengur eins og í sögu hjá honum og félögum hans í Ajax Amsterdam. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Ajax, en liðið vann þá með markatölunni 11-0. Það tók Kolbein aðeins tíu mínútur að skora fyrsta markið en íslenski landsliðsframherjinn ætlar að flýta sér hægt og horfir aðallega til næsta tímabils. „Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur til baka. Ég vissi að ég væri orðinn klár en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Það var erfiðasti tíminn en annars var ég mjög þolinmóður," segir Kolbeinn sem er verkjalaus. „Mér finnst ég vera ferskari en oft áður. Ég var búinn að vera með verki og hafði spilað þannig í ár. Nú finn ég ekkert til og það er allt önnur tilfinning að spila fótbolta þannig," segir Kolbeinn og það gengur vel hjá Ajax sem er með þriggja stiga forskot á toppnum. „Þetta lítur hrikalega vel út. Við erum búnir að vinna níu leiki í röð og virðumst vera óstöðvandi eins og er. Við skorum mörg mörk og erum komnir til baka með alla leikmenn úr meiðslum. Ég horfi meira til næsta tímabils en annars er gott að fá að vera með í þessu og jafnvel ná að setja einhver mörk inn í lokin á tímabilinu." Það gæti verið erfitt fyrir Kolbein að vinna sér sæti í byrjunarliðinu en hann hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Ég er með mjög góðan grunn og allt það en ef maður ætlar að komast í toppform þá þarf maður að spila nokkra leiki. Ég verð að horfa til næsta tímabils til að byggja upp alvöru form," segir Kolbeinn en Frank de Boer ætlar að nota hann á lokasprettinum. Kolbeinn hefur slæma reynslu af því að koma of hratt til baka. „Ég ætla að fara hægar inn í þetta og ég er reynslunni ríkari. Ég sé að það þarf ekki alltaf að flýta sér. Ég hef reynsluna af því að koma of snemma inn," segir Kolbeinn. Ajax-liðið spilar frábæran fótbolta og það leynir sér ekki að Kolbeinn getur varla beðið eftir því að fá að spila. „Það er gaman að vera í svona liði sem byggist bara upp á fótbolta. Við reynum alltaf að spila okkur í gegnum andstæðinginn og höldum boltanum mestan part leiksins. Það er mjög þægilegt að vera í svona liði, það er nóg af fyrirgjöfum og nóg af boltum til að moða úr. Það er lúxus að spila í slíku liði," segir Kolbeinn. Endurkoma Kolbeins eru líka góðar fréttir fyrir landsliðið og hann er bjartsýnn á að verða með á móti Svíum og Frökkum í maí. Það yrðu þá fyrstu landsleikir hans undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef heyrt í Lars og það verða leikir í maí. Ég býst við að verða með í þeim og hann talaði um það. Ég hef ekki hitt hann persónulega og það verður fínt að sjá hver plönin hans verða. Við þurfum að fara að rífa okkur upp heimslistann. Ég ætti að vera kominn í eitthvert spilaform þegar þessir leikir verða í sumar," segir Kolbeinn. Þangað til ætlar hann að gera sitt í að gera Ajax að meisturum þar sem hann mun keppa við landa sinn, Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar. Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er kominn til baka eftir sex mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann er laus við alla verki í fyrsta sinn í langan tíma og spilar væntanlega fyrstu landsleikina undir stjórn Lars Lagerbäck í maí. Það er létt yfir Kolbeini Sigþórssyni þessa dagana. Hann hefur sigrast á erfiðum ökklameiðslum og allt gengur eins og í sögu hjá honum og félögum hans í Ajax Amsterdam. Kolbeinn hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum Ajax, en liðið vann þá með markatölunni 11-0. Það tók Kolbein aðeins tíu mínútur að skora fyrsta markið en íslenski landsliðsframherjinn ætlar að flýta sér hægt og horfir aðallega til næsta tímabils. „Það er frábær tilfinning að vera kominn aftur til baka. Ég vissi að ég væri orðinn klár en þurfti að bíða í nokkrar vikur. Það var erfiðasti tíminn en annars var ég mjög þolinmóður," segir Kolbeinn sem er verkjalaus. „Mér finnst ég vera ferskari en oft áður. Ég var búinn að vera með verki og hafði spilað þannig í ár. Nú finn ég ekkert til og það er allt önnur tilfinning að spila fótbolta þannig," segir Kolbeinn og það gengur vel hjá Ajax sem er með þriggja stiga forskot á toppnum. „Þetta lítur hrikalega vel út. Við erum búnir að vinna níu leiki í röð og virðumst vera óstöðvandi eins og er. Við skorum mörg mörk og erum komnir til baka með alla leikmenn úr meiðslum. Ég horfi meira til næsta tímabils en annars er gott að fá að vera með í þessu og jafnvel ná að setja einhver mörk inn í lokin á tímabilinu." Það gæti verið erfitt fyrir Kolbein að vinna sér sæti í byrjunarliðinu en hann hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Ég er með mjög góðan grunn og allt það en ef maður ætlar að komast í toppform þá þarf maður að spila nokkra leiki. Ég verð að horfa til næsta tímabils til að byggja upp alvöru form," segir Kolbeinn en Frank de Boer ætlar að nota hann á lokasprettinum. Kolbeinn hefur slæma reynslu af því að koma of hratt til baka. „Ég ætla að fara hægar inn í þetta og ég er reynslunni ríkari. Ég sé að það þarf ekki alltaf að flýta sér. Ég hef reynsluna af því að koma of snemma inn," segir Kolbeinn. Ajax-liðið spilar frábæran fótbolta og það leynir sér ekki að Kolbeinn getur varla beðið eftir því að fá að spila. „Það er gaman að vera í svona liði sem byggist bara upp á fótbolta. Við reynum alltaf að spila okkur í gegnum andstæðinginn og höldum boltanum mestan part leiksins. Það er mjög þægilegt að vera í svona liði, það er nóg af fyrirgjöfum og nóg af boltum til að moða úr. Það er lúxus að spila í slíku liði," segir Kolbeinn. Endurkoma Kolbeins eru líka góðar fréttir fyrir landsliðið og hann er bjartsýnn á að verða með á móti Svíum og Frökkum í maí. Það yrðu þá fyrstu landsleikir hans undir stjórn Lars Lagerbäck. „Ég hef heyrt í Lars og það verða leikir í maí. Ég býst við að verða með í þeim og hann talaði um það. Ég hef ekki hitt hann persónulega og það verður fínt að sjá hver plönin hans verða. Við þurfum að fara að rífa okkur upp heimslistann. Ég ætti að vera kominn í eitthvert spilaform þegar þessir leikir verða í sumar," segir Kolbeinn. Þangað til ætlar hann að gera sitt í að gera Ajax að meisturum þar sem hann mun keppa við landa sinn, Jóhann Berg Guðmundsson hjá AZ Alkmaar.
Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira