Innlent

Rax hlaut heiðursviðurkenningu

Á bessastöðum Ragnar Axelsson ljósmyndari hlaut sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir að hafa borið hróður Íslands víða.
Á bessastöðum Ragnar Axelsson ljósmyndari hlaut sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir að hafa borið hróður Íslands víða. fréttablaðið/stefán
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti í gær Trefjum ehf. útflutningsverðlaun forseta Íslands. Athöfnin fór fram á Bessastöðum og tók Auðun N. Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja, við verðlaununum.

Trefjar þykja hafa sýnt forystu í þróun og smíði báta úr trefjaplasti til fiskveiða. Fyrirtækið hefur sýnt lofsvert frumkvæði í vöruþróun og markaðssetningu. Þá þykja Trefjar framleiða gæðavörur sem eiga greiðan aðgang á alþjóðlegan markað.

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, hlaut sérstaka heiðursviðurkenningu. Myndir Rax af lífi fólks hér á landi og óblíðum náttúruöflum sem móta lífshætti þess og venjur hafa birst í blöðum og tímaritum um heim allan. - aþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×