Össur segir aðkomu ESB að Icesave ótengda viðræðum 13. apríl 2012 06:15 Framkvæmdastjórn ESB hefur sótt um að fá að styðja málarekstur ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Mynd/EFTA-dómstóllinn Lagaprófessor segir aðkomu ESB að málarekstri ESA gegn Íslandi eðlilega í ljósi eðlis málsins. Formaður Framsóknarflokksins vill gera hlé á ESB-viðræðum. Utanríkisráðherra telur stöðu Íslands sterkari en áður. Innkoma framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) í málarekstur vegna Icesave-deilunnar er eðlileg í ljósi mikilvægis málsins. Þetta segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, í samtali við Fréttablaðið. Formaður Framsóknarflokksins vill gera hlé á aðildarviðræðum við ESB, en utanríkisráðherra segir málareksturinn ótengdan viðræðunum. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir formlegri meðalgöngu og styðja mál Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að RÚV upplýsti um það. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, og jafnvel sumir úr stjórnarliði, hafa sett málið í beint samhengi við aðildarviðræður Íslands við ESB og kallað eftir því að hlé verði gert á viðræðunum. Þeirra á meðal er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem segir að friður þurfi að nást á milli ESB og Íslands áður en hægt sé að halda áfram aðildarviðræðunum. „Það er ekki hægt að standa í viðræðum á meðan verið er að beita hótunum og þvingunum, eins og í makríldeilunni, og núna að ESB sé orðið þátttakandi í málaferlum gegn okkur.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir hins vegar að þetta hafi engin áhrif á viðræðurnar. „Við höfum alltaf haldið því fram, bæði stjórn og stjórnarandstaða, að þarna væri um tvö óskyld mál að ræða. Ef við förum nú að gjörsnúa því viðhorfi okkar mætti túlka það þannig að við hefðum ekki trú á eigin málstað. Ég hef trú á honum þó að hugsanlega gildi nú öðru máli um stjórnarandstöðuna. Málið er á réttu róli og á ekki að hafa nein áhrif á aðildarumsóknina.“ Sigmundur segir að tengslin á milli viðræðnanna og dómsmálsins séu augljós. „Það er fáránlegt að láta sér detta í hug að þar séu engin tengsl. Við erum í viðræðum við samband sem er nú komið í málaferli gegn okkur. Þá er grundvallarregla að setjast ekki niður að samningaborðinu á meðan verið er að beita þvingunum og ofbeldi, eða, eins og í þessu tilfelli, að standa í málarekstri. Hvort tveggja væri tilefni til að gera hlé á viðræðunum.“ Össur segir aðspurður að krafa framkvæmdastjórnar ESB um að hafa meðalgöngu í málinu hafi verið viðbúin. „Við töldum það líklegt frá upphafi, en þar fyrir utan kemur ekki á óvart að í svona stóru og viðamiklu máli, sem er hugsanlega það flóknasta sem rekið hefur á fjörur EFTA-dómstólsins, notfæri málsaðilar sér þau réttarúrræði sem eru fólgin í EES-samningum.“ Stefán Már segir að eðli Icesave-málsins og umfang skapi því sérstöðu. „Það að framkvæmdastjórnin krefjist meðalgöngu í þessu máli ber vott um mikilvægi þess,“ segir hann. „Það hefur klárlega þýðingu fyrir allan fjármálamarkað Evrópu.“ Mun niðurstaðan þá hafa fordæmisgildi í málum sem tengd eru gjaldþrotum fjármálastofnana og ábyrgðum ríkissjóða? „Já, að óbreyttum lagaákvæðum.“ Össur segir innkomu ESB í dómsmálið jafnvel fela í sér kosti fyrir Ísland. „Þannig getum við komið á framfæri skriflegum vörnum við athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar, áður en munnlegur málflutningur hefst. Það má því segja að þetta gefi okkur tækifæri til að þétta okkar málflutning fyrir dómstólnum. Í öðru lagi tel ég að þetta sýni ákveðna veikleika hjá ESA og það að framkvæmdastjórnin velji þessa leið tel ég að bendi til þess að ESA hafi lagt fast að þeim. Það tel ég að undirstriki að ESA hafi ekki jafn mikla trú og áður á sínum málflutningi eftir að hafa lesið greinargerð íslenska málafærsluteymisins.“ Líklegt er talið að málaflutningur fyrir EFTA-dómstólnum fari fram í lok þessa árs. thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Lagaprófessor segir aðkomu ESB að málarekstri ESA gegn Íslandi eðlilega í ljósi eðlis málsins. Formaður Framsóknarflokksins vill gera hlé á ESB-viðræðum. Utanríkisráðherra telur stöðu Íslands sterkari en áður. Innkoma framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) í málarekstur vegna Icesave-deilunnar er eðlileg í ljósi mikilvægis málsins. Þetta segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, í samtali við Fréttablaðið. Formaður Framsóknarflokksins vill gera hlé á aðildarviðræðum við ESB, en utanríkisráðherra segir málareksturinn ótengdan viðræðunum. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir formlegri meðalgöngu og styðja mál Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að RÚV upplýsti um það. Þingmenn úr stjórnarandstöðu, og jafnvel sumir úr stjórnarliði, hafa sett málið í beint samhengi við aðildarviðræður Íslands við ESB og kallað eftir því að hlé verði gert á viðræðunum. Þeirra á meðal er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem segir að friður þurfi að nást á milli ESB og Íslands áður en hægt sé að halda áfram aðildarviðræðunum. „Það er ekki hægt að standa í viðræðum á meðan verið er að beita hótunum og þvingunum, eins og í makríldeilunni, og núna að ESB sé orðið þátttakandi í málaferlum gegn okkur.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir hins vegar að þetta hafi engin áhrif á viðræðurnar. „Við höfum alltaf haldið því fram, bæði stjórn og stjórnarandstaða, að þarna væri um tvö óskyld mál að ræða. Ef við förum nú að gjörsnúa því viðhorfi okkar mætti túlka það þannig að við hefðum ekki trú á eigin málstað. Ég hef trú á honum þó að hugsanlega gildi nú öðru máli um stjórnarandstöðuna. Málið er á réttu róli og á ekki að hafa nein áhrif á aðildarumsóknina.“ Sigmundur segir að tengslin á milli viðræðnanna og dómsmálsins séu augljós. „Það er fáránlegt að láta sér detta í hug að þar séu engin tengsl. Við erum í viðræðum við samband sem er nú komið í málaferli gegn okkur. Þá er grundvallarregla að setjast ekki niður að samningaborðinu á meðan verið er að beita þvingunum og ofbeldi, eða, eins og í þessu tilfelli, að standa í málarekstri. Hvort tveggja væri tilefni til að gera hlé á viðræðunum.“ Össur segir aðspurður að krafa framkvæmdastjórnar ESB um að hafa meðalgöngu í málinu hafi verið viðbúin. „Við töldum það líklegt frá upphafi, en þar fyrir utan kemur ekki á óvart að í svona stóru og viðamiklu máli, sem er hugsanlega það flóknasta sem rekið hefur á fjörur EFTA-dómstólsins, notfæri málsaðilar sér þau réttarúrræði sem eru fólgin í EES-samningum.“ Stefán Már segir að eðli Icesave-málsins og umfang skapi því sérstöðu. „Það að framkvæmdastjórnin krefjist meðalgöngu í þessu máli ber vott um mikilvægi þess,“ segir hann. „Það hefur klárlega þýðingu fyrir allan fjármálamarkað Evrópu.“ Mun niðurstaðan þá hafa fordæmisgildi í málum sem tengd eru gjaldþrotum fjármálastofnana og ábyrgðum ríkissjóða? „Já, að óbreyttum lagaákvæðum.“ Össur segir innkomu ESB í dómsmálið jafnvel fela í sér kosti fyrir Ísland. „Þannig getum við komið á framfæri skriflegum vörnum við athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar, áður en munnlegur málflutningur hefst. Það má því segja að þetta gefi okkur tækifæri til að þétta okkar málflutning fyrir dómstólnum. Í öðru lagi tel ég að þetta sýni ákveðna veikleika hjá ESA og það að framkvæmdastjórnin velji þessa leið tel ég að bendi til þess að ESA hafi lagt fast að þeim. Það tel ég að undirstriki að ESA hafi ekki jafn mikla trú og áður á sínum málflutningi eftir að hafa lesið greinargerð íslenska málafærsluteymisins.“ Líklegt er talið að málaflutningur fyrir EFTA-dómstólnum fari fram í lok þessa árs. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira