Innlent

Smábátaútgerðir kikna undan klyfjunum

Smábátaeigendur sitja fráleitt á fúlgum fjár eftir "góðærið 2010“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi smábátaeigenda. Fréttablaðið/pjetur
Smábátaeigendur sitja fráleitt á fúlgum fjár eftir "góðærið 2010“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi smábátaeigenda. Fréttablaðið/pjetur
Smábátaútgerðir munu ekki geta staðið undir auknum álögum á greinina sem boðaðar eru í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem Alþingi hefur nú til meðferðar að mati forsvarsmanna Landssambands smábátaeigenda.

„Ekki verður betur séð en að þær forsendur sem gefnar eru í útskýringum með frumvarpinu bendi til þess að margir smábátaeigendur sitji á fúlgum fjár eftir góðærið 2010. Það væri sannarlega óskandi, en er að sjálfsögðu ekki raunin," segir í yfirlýsingu frá sambandinu.

Þar eru stjórnvöld gagnrýnd harðlega fyrir að efna ekki loforð um eflingu smábátaútgerðar í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið er sagt ganga gróflega gegn þeim fyrirheitum. Þar segir jafnframt að óboðlegt sé að sjávarútvegurinn þurfi að búa við það að fyrirkomulagi, sem miklu hafi verið kostað til að aðlagast og samhæfa, sé „kastað eins og spilastokk í loft upp með þeirri fullyrðingu að spilin raðist mun skipulegar við lendingu en þau voru í hendi".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×