Innlent

Umferð jókst í marsmánuði

Í fyrra nam samdráttur í umferð á þessum tíma 10 prósentum milli ára.
Í fyrra nam samdráttur í umferð á þessum tíma 10 prósentum milli ára. Fréttablaðið/Valli
Umferð í marsmánuði jókst um fjögur prósent á milli ára samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Aukningin er sögð sambærileg við aukninguna milli áranna 2009 og 2010.

„Það sem er þó öðruvísi nú er að umferð eykst á öllum landssvæðum,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð um Austurland jókst mest, en minnst á höfuðborgarsvæðinu.

„Frá áramótum hefur umferð nú dregist saman um 1,8 prósent.“ Samdrátturinn er sagður miklum mun minni en í fyrra, en þá var hann tæp 10 prósent.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×