Innlent

Aldrei fleiri ferðamenn í mars

Ferðamálastofa hefur fylgst með brottförum ferðamanna síðustu ellefu árin.
Ferðamálastofa hefur fylgst með brottförum ferðamanna síðustu ellefu árin. fréttablaðið/hag
Rúmlega fjórðungi fleiri ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum marsmánuði en í sama mánuði í fyrra og hafa aldrei verið jafnmargir. Þetta kemur fram í nýjum talningum Ferðamálastofu.

Mælingar Ferðamálastofu á brottförum hófust fyrir ellefu árum. Síðan þá hefur fjöldi erlendra ferðamanna í mars rúmlega tvöfaldast. Að meðaltali hefur aukningin verið um 7,9 prósent á ári en var nú 26,2 prósent milli ára.

Flestir ferðamannanna komu frá Bretlandi, eða 27 prósent. Næstflestir voru Bandaríkjamenn, rúmlega þrettán prósent. Norðmenn, Danir og Þjóðverjar komu næst þar á eftir.

Frá áramótum hafa rúmlega tuttugu prósentum fleiri ferðamenn farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða 87.658 ferðamenn.

Ríflega 50 prósentum fleiri Bretar komu hingað til lands á fyrstu þremur mánuðum ársins en á síðasta ári og um fjórðungi fleiri frá Norður-Ameríku. Norðurlandabúar voru sex prósentum fleiri nú en í fyrra en Mið- og Suður-Evrópubúum fækkaði milli ára.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×