Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2025 20:50 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri heldur hér stoltur á viðurkenningunni en með honum eru þeir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (t.h.) og Hafberg Þórisson, styrktaraðili verkefnisins. Tréð sést á milli þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57