Innlent

Þrír enn í gæslu­varðhaldi vegna um­fangs­mikils fíkni­efna­máls

Eiður Þór Árnason skrifar
Fíkniefnin voru flutt til Þorlákshafnar, að sögn lögreglu.
Fíkniefnin voru flutt til Þorlákshafnar, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm

Tæplega sex kíló af kókaíni fundust í bifreið sem flutt var með fraktskipi til Þorlákshafnar í sumar. Þrír erlendir ríkisborgarar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en upphaflega voru sex manns handteknir í tengslum við það í júlí.

Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Hún hafi nú lokið rannsókn á fíkniefnamálinu sem lögregla segir umfangsmikið. Málið sé nú komið í ákærumeðferð hjá embætti héraðssaksóknara. 

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var unnin í samstarfi við tollgæsluna og lögregluna á Suðurlandi. Þá naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í tengslum við málið, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×