Innlent

Braust inn og stal bjórkútum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir/vilhelm

Maður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í dag vegna gruns um innbrot og þjófnað á bjórkútum. Var hann vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð.

Tilkynnt var meðal annarrs um umferðarslys þar sem bíl hafði verið ekið á hleðslustöð. Skemmdir voru minniháttar en ökumaðurinn var kærður fyrir að aka án þess að hafa nokkru sinni öðlast til þess réttindi.

Þá var maður kærður fyrir fjársvik eftir að hafa neitað að borga fyrir leigubíl sem hann pantaði.

Umferðarslys varð þegar maður sofnaði undir stýri og ók á vegrið. Bíllinn skemmdist eitthvað fyrir vikið en enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×