Hermann Ingi trúbador heitir núna Kaleb Joshua 1. apríl 2012 11:00 Trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua breytti nafninu sínu fyrir skömmu. „Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
„Þessi tvö nöfn Kaleb og Joshua hafa verið mér huglæg mjög lengi og það var í febrúar sem ég lét verða af þessu og breytti nafninu í tengslum við mínar lífsskoðanir,“ segir trúbadorinn og Kabbalistinn Kaleb Joshua sem hét áður Hermann Ingi Hermannsson. Hann byrjaði að kynna sér Kabbalah-fræðin fyrir fimm árum og í fyrra opnaði hann fyrstu miðstöð Kabbalah á Íslandi á Laugaveginum en tæplega fimmtíu Kabbalistar eru virkir hér á landi. Tónlistarferillinn hófst aftur á móti fyrir löngu síðan eða þegar hann var unglingur í Vestmannaeyjum. Um 25 ár eru liðin síðan hann steig sín fyrstu skref sem trúbador og eftir það hefur hann spilað víða um land nánast hverja einustu helgi, við góðar undirtektir. Flestir þekkja hann undir nafninu Hermann Ingi trúbador og því kom það flatt upp á marga þegar hann breytti nafninu sínu í þjóðskrá í Kaleb og hóf að koma fram undir því nafni. „Þetta er búinn að vera smá aðlögunartími og fólk þarf að venjast þessu smám saman,“ segir Kaleb og viðurkennir að breytingin hafi vakið athygli. „Ég fæ mikið af spurningum eins og „Hvaðan ertu?“ því fólk heldur að ég sé útlendingur.“ Aðspurður segist hann ekki hafa fundið fyrir fordómum í sinn garð. „Það er kannski einhver hópur af fólki sem er meira tengdur manni sem var vanur hinu nafninu og skilur ekki af hverju ég var að skipta um nafn.“ Hluti af ákvörðuninni er sú að Kaleb vildi með draga sjálfan sig fram í dagsljósið sem tónlistarmann. Hann bar sama nafn og faðir sinn sem var söngvari í Logum og stofnandi Papanna. „Maður hefur ekki fengið að njóta sín algjörlega sem maður sjálfur því fólk er alltaf að bera okkur saman. Við erum líkir að mörgu leyti en ekki tónlistarlega séð. Þetta gefur mér tækifæri til að koma fram með nýtt efni á mínum forsendum.“ Kaleb segir það mesta furðu hve pabbi hans tók nýja nafninu vel. „Ég hafði mestar áhyggur af því að segja honum frá þessu en hann hafði góðan skilning á þessari breytingu.“ Hann segir Kabbalah ekki vera trúarbrögð heldur andlega tæknifræði. „Þetta eru leiðbeiningar um hvernig þú getur dregið fram það besta í lífi þínu. Þú ert að fá vitneskju um hvernig kerfið virkar og það getur veitt þér ákveðið forskot,“ segir Kaleb. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira