Vill halda áfram að mynda íslenska tónlistarmenn 14. mars 2012 15:00 Matthew Eisman tók fjöldann allan af andlitsmyndum hér á landi. Mynd/Matthew Eisman Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Matthew Eisman myndaði hóp ungra íslenskra tónlistarmanna á Íslandi í janúar. Hann getur vel hugsað sér að endurtaka leikinn. „Andrúmsloftið í myndatökunum var mjög skemmtilegt og óþvingað. Við spiluðum á hljóðfæri, borðuðum kex og fífluðumst hvert í öðru," segir bandaríski ljósmyndarinn Matthew Eisman. Hann segist vel geta hugsað sér að mynda fleiri íslenskar hljómsveitir eftir að hafa myndað nokkrar slíkar af yngri kynslóðinni hér á landi í janúar. „Það eru margir fleiri íslenskir tónlistarmenn sem mig langar að tengjast og ljósmynda í kjölfarið. Það væri frábært að geta haldið áfram með þetta verkefni," segir hann. Eisman sérhæfir sig í að mynda hljómsveitir og tónlistarmenn og hafa myndir hans birst í The New York Times, SPIN, Brooklyn Vegan og víðar. Hann starfrækir vefsíðuna Musicinfocus.net, sem er ein sú vinsælasta í New York fyrir tónlistarljósmyndir. Íslensku hljómsveitunum, þar á meðal Sykri, Jeff Who?, Valdimar, Borko og Mammút, kynntist hann á Iceland Airwaves í fyrra þegar hann var að mynda hátíðina. Í framhaldinu ákvað hann að kynnast þeim betur í von um að geta náð af þeim andlitsmyndum. „Ég er ánægður með hve íslenska tónlistarsenan er lítil og náin. Hljómsveitirnar forðast að herma hver eftir annarri og í staðinn vilja þær skapa eitthvað nýtt og öðruvísi. Þetta umhverfi býr líka til vinalega samkeppni sem hvetur hljómsveitirnar til að verða betri."Tónlistarmaðurinn Borko.Mynd/Matthew EismanAðspurður segir Eisman að myndatökurnar á Íslandi hafi gengið framar vonum. „Ég vildi hafa nóg fyrir stafni á meðan á stuttri dvöl minni á Íslandi stóð og vildi mynda eins mikið og ég gat. Ég hafði samband við allar hljómsveitirnar sem ég þekkti og vonaði það besta. Ég bjóst við að einhverjar myndu samþykkja að taka þátt og aðrar ekki en þær sögðu allar „já". Ég vissi að ég hefði úr nægum efnivið að moða og þannig fékk ég hugmyndina að þessari myndaröð," segir Eisman. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira