Nauðgunarmál sjaldan fyrir dóm 21. janúar 2012 07:00 Liz Kelly var meðal þeirra sem héldu erindi á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í gær. fréttablaðið/stefán Líklegra er að menn séu dæmdir fyrir nauðgun ef þeir eru útlendir og ókunnugir. Sakfellingar ýta undir staðalímyndir sem reynt hefur verið að útrýma. Fjögur prósent kæra eru talin fölsk. Mun meiri líkur eru á því að nauðgarar fáist dæmdir ef þeir eru útlendingar, þekkja ekki fórnarlamb sitt og hafa áður verið sakaðir um glæp. Þetta sýna samanburðarrannsóknir á ellefu Evrópulöndum, sem greint var frá á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í gær. Innanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands stóðu fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Evrópuráðið. Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan háskóla í Bretlandi, kynnti rannsóknina sem hún hefur meðal annars unnið að. Ef fórnarlamb nauðgunar hafði farið í læknisskoðun og hafði áverka, hafði ekki sögu um geðsjúkdóma og var kona var líklegra að sakfellt væri. Kelly segir að þrátt fyrir að reynt hafi verið að útrýma staðalímyndum um nauðganir og nauðgara sé enn að mestu leyti sakfellt í málum sem falli inn í staðalmyndirnar. Fimmtán prósent nauðgunarmála sem kærð eru til lögreglu enda með sakfellingu, en allt að 68 prósent málanna eru látin niður falla á fyrstu stigum rannsóknar. Kelly segir oft talað um að réttarhöld séu gríðarlega erfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „En mikill meirihluti þeirra fer aldrei nokkurn tímann inn í dómssal.“ Málin voru látin niður falla vegna ónægra sönnunargagna í þrjátíu prósentum tilfella, en í 27 prósentum tilfella hættu þolendurnir þátttöku. Það segir Kelly fyrst og fremst merki um vantraust á kerfinu. Fjögur prósent mála voru talin falskar kærur og í slíkum málum var algengast að meintur árásarmaður væri óþekktur og frásagnir voru óljósar. Kelly segir vel þekkt að þolendur kynferðislegs ofbeldis finni fyrir vanmætti í kjölfarið. Allir sem komi að málum af þessu tagi þurfi að hafa það í huga og gera sér grein fyrir því að með sínum gjörðum geti þeir viðhaldið eða aukið á þjáningu þolendanna með því að taka stjórnina enn frekar af þeim. Því skipti viðbrögðin á öllum stigum máli. Hún segir að niðurstaða dómstóla sé aðeins ein leið til réttlætis fyrir þolendur. Þeim geti líka fundist réttlætinu fullnægt á öðrum stigum málsins. Rannsóknir hafi sýnt að það sem mestu máli skipti fyrir nauðgunarfórnarlömb sé að þeim sé trúað. Þess vegna séu þau líklegri til þess að segja einhverjum frá sem þau treysta og halda að muni trúa þeim. „Í réttarkerfinu er oft gerð krafa um að konur fari beinustu leið til lögreglunnar. Af hverju? Af hverju ættirðu að gera það? Af hverju ættirðu að leita til stofnunar sem þú ert ekki viss um? Eru ekki manneskjulegri viðbrögð að segja einhverjum frá sem þú treystir og þekkir?“ Hún segir allar fullorðnar konur gera sér grein fyrir því að verði þær fyrir ofbeldi verði þeim mögulega ekki trúað eða þeim sé á einhvern hátt kennt um. „Á meðan þessi menning er við lýði verða alltaf til konur sem kjósa að segja ekki frá ofbeldinu.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Líklegra er að menn séu dæmdir fyrir nauðgun ef þeir eru útlendir og ókunnugir. Sakfellingar ýta undir staðalímyndir sem reynt hefur verið að útrýma. Fjögur prósent kæra eru talin fölsk. Mun meiri líkur eru á því að nauðgarar fáist dæmdir ef þeir eru útlendingar, þekkja ekki fórnarlamb sitt og hafa áður verið sakaðir um glæp. Þetta sýna samanburðarrannsóknir á ellefu Evrópulöndum, sem greint var frá á ráðstefnu um meðferð kynferðisbrota í gær. Innanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands stóðu fyrir ráðstefnunni í samstarfi við Evrópuráðið. Liz Kelly, prófessor við London Metropolitan háskóla í Bretlandi, kynnti rannsóknina sem hún hefur meðal annars unnið að. Ef fórnarlamb nauðgunar hafði farið í læknisskoðun og hafði áverka, hafði ekki sögu um geðsjúkdóma og var kona var líklegra að sakfellt væri. Kelly segir að þrátt fyrir að reynt hafi verið að útrýma staðalímyndum um nauðganir og nauðgara sé enn að mestu leyti sakfellt í málum sem falli inn í staðalmyndirnar. Fimmtán prósent nauðgunarmála sem kærð eru til lögreglu enda með sakfellingu, en allt að 68 prósent málanna eru látin niður falla á fyrstu stigum rannsóknar. Kelly segir oft talað um að réttarhöld séu gríðarlega erfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „En mikill meirihluti þeirra fer aldrei nokkurn tímann inn í dómssal.“ Málin voru látin niður falla vegna ónægra sönnunargagna í þrjátíu prósentum tilfella, en í 27 prósentum tilfella hættu þolendurnir þátttöku. Það segir Kelly fyrst og fremst merki um vantraust á kerfinu. Fjögur prósent mála voru talin falskar kærur og í slíkum málum var algengast að meintur árásarmaður væri óþekktur og frásagnir voru óljósar. Kelly segir vel þekkt að þolendur kynferðislegs ofbeldis finni fyrir vanmætti í kjölfarið. Allir sem komi að málum af þessu tagi þurfi að hafa það í huga og gera sér grein fyrir því að með sínum gjörðum geti þeir viðhaldið eða aukið á þjáningu þolendanna með því að taka stjórnina enn frekar af þeim. Því skipti viðbrögðin á öllum stigum máli. Hún segir að niðurstaða dómstóla sé aðeins ein leið til réttlætis fyrir þolendur. Þeim geti líka fundist réttlætinu fullnægt á öðrum stigum málsins. Rannsóknir hafi sýnt að það sem mestu máli skipti fyrir nauðgunarfórnarlömb sé að þeim sé trúað. Þess vegna séu þau líklegri til þess að segja einhverjum frá sem þau treysta og halda að muni trúa þeim. „Í réttarkerfinu er oft gerð krafa um að konur fari beinustu leið til lögreglunnar. Af hverju? Af hverju ættirðu að gera það? Af hverju ættirðu að leita til stofnunar sem þú ert ekki viss um? Eru ekki manneskjulegri viðbrögð að segja einhverjum frá sem þú treystir og þekkir?“ Hún segir allar fullorðnar konur gera sér grein fyrir því að verði þær fyrir ofbeldi verði þeim mögulega ekki trúað eða þeim sé á einhvern hátt kennt um. „Á meðan þessi menning er við lýði verða alltaf til konur sem kjósa að segja ekki frá ofbeldinu.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira